Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. mars 2023 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Frankfurt kaupir Pacho (Staðfest) - Fyllir í skarð Ndicka
Pacho skoraði í sínum fyrsta landsleik fyrir A-landslið Ekvador.
Pacho skoraði í sínum fyrsta landsleik fyrir A-landslið Ekvador.
Mynd: EPA

Evrópudeildarmeistarar Eintracht Frankfurt eru búnir að staðfesta samkomulag William Pacho sem kemur til félagsins frá Antwerp í Belgíu.


Pacho er 21 árs miðvörður sem var fljótur að festa sig í sessi í byrjunarliði Antwerp og vekja athygli á sér utan landsteinanna.

Ýmis félög voru áhugasöm en Frankfurt hafði aldrei nokkrar efasemdir og setti kaup á varnarmanninum í algjöran forgang.

Pacho gengur í raðir Frankfurt í sumar og skrifar undir fimm ára samning, til 2028.

Hann er hugsaður sem arftaki fyrir hinn öfluga Evan Ndicka sem rennur út á samningi í sumar og ætlar ekki að framlengja. Ndicka er afar mikilvægur hlekkur í liði Frankfurt en vill ólmur prófa nýja áskorun og yfirgefur félagið því líklegast á frjálsri sölu, þar sem Liverpool og Arsenal eru meðal félaga sem hafa sýnt honum áhuga.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner