Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   lau 30. mars 2024 15:14
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bjarni Mark á leið í Val?
Mynd: Þorgrímur Þráinsson

Miðjumaðurinn Bjarni Mark Duffield er á leiðinni í Val samkvæmt heimildum Dr. Football en frá þessu var greint á X í dag.

Bjarni er leikmaður Start sem leikur í næst efstu deild í Noregi. Liðið var nálægt því að tryggja sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð en var dæmt úr leik í umspilinu vegna fjárhagsvandræða.


Bjarni Mark er 28 ára gamall og getur bæði spilað á miðjunni og í vörninni en hann á þrjá A landsleiki að baki fyrir Íslands hönd en hann er uppalinn fyrir norðan en hann fór fyrst í atvinnumennsku árið 2016 þegar hann gekk til liðs við sænska liðið Kristianstad. Hann lék með sænska liðinu IK Brage áður en hann gekk til liðs við Start árið 2022.

„Það er alltaf heyrt í manni frá Íslandi en ég er búinn að gefa sömu skilaboð á alla og það er að planið er að vera í Start. Það er mitt lið og mig langar að vera með í að lyfta þessu upp aftur og það er alla vega hugsunin sem ég er með núna en maður hlustar alltaf á allt og sér hvað kemur upp," sagði Bjarni Mark í viðtali við Fótbolta.net í nóvember.

Valsmenn eru stórhuga í ár en eins og flestir vita skrifaði Gylfi Þór Sigurðsson undir samning við félagið í vetur.



Bjarni Mark: Hitafundir og mikil reiði
Athugasemdir
banner
banner