Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 30. mars 2025 18:59
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er mestari meistaranna 2025 eftir að vinna KA 3-1 í dag. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Það fylgdi titill sigrinum, og fyrst og fremst góð frammistaða í krefjandi aðstæðum. Það var 'mental challenge' að hlaupa í gegnum veðrið eins og það var á köflum hérna. Mér fannst við gera það vel, og náum að spila fínasta fótbolta heilt yfir. Ég var bara ánægður með leikinn."

Veðurstofan gaf út gula viðvörun vegna óveðurs en leikurinn í dag fór fram utanhúss. Það hafði því töluvert að segja um leikinn.

„Ég held við höfum verið einni eldingu frá því að vera flautaðir inn, en það slapp. Þetta leit ekkert sérstaklega út og endaði ekkert sérstaklega vel en miðjukaflinn var ágætur. Veðurspáin er búin að vera svona í nokkra daga og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Maður hefði viljað sjá leikinn færðan til þess að geta spilað í betri aðstæðum en það bara var ekki hægt. Þannig menn bara tækluðu þetta vel."

Breiðablik skoraði öll þrjú mörkin sín á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þeim tókst á köflum að spila mjög góðan fótbolta sem gladdi Halldór.

„Þetta var virkilega vel spilað og mér fannst þessi þrjú mörk, við vorum búnir að hóta þeim. Tobias var búinn að fá dauðafæri, og Óli Valur að komast í góða stöðu. Þeir auðvitað lágu mjög aftarlega, sérstaklega til að byrja með. Mér fannst við ná að leysa það ágætlega, og sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta var svona tómatsósuáhrifin, við bönkuðum og bönkuðum svo sturtuðum við þessu um miðbik fyrri hálfleiks. Frábært að vera svona effektívir í færunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner