Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   sun 30. mars 2025 18:59
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er mestari meistaranna 2025 eftir að vinna KA 3-1 í dag. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Það fylgdi titill sigrinum, og fyrst og fremst góð frammistaða í krefjandi aðstæðum. Það var 'mental challenge' að hlaupa í gegnum veðrið eins og það var á köflum hérna. Mér fannst við gera það vel, og náum að spila fínasta fótbolta heilt yfir. Ég var bara ánægður með leikinn."

Veðurstofan gaf út gula viðvörun vegna óveðurs en leikurinn í dag fór fram utanhúss. Það hafði því töluvert að segja um leikinn.

„Ég held við höfum verið einni eldingu frá því að vera flautaðir inn, en það slapp. Þetta leit ekkert sérstaklega út og endaði ekkert sérstaklega vel en miðjukaflinn var ágætur. Veðurspáin er búin að vera svona í nokkra daga og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Maður hefði viljað sjá leikinn færðan til þess að geta spilað í betri aðstæðum en það bara var ekki hægt. Þannig menn bara tækluðu þetta vel."

Breiðablik skoraði öll þrjú mörkin sín á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þeim tókst á köflum að spila mjög góðan fótbolta sem gladdi Halldór.

„Þetta var virkilega vel spilað og mér fannst þessi þrjú mörk, við vorum búnir að hóta þeim. Tobias var búinn að fá dauðafæri, og Óli Valur að komast í góða stöðu. Þeir auðvitað lágu mjög aftarlega, sérstaklega til að byrja með. Mér fannst við ná að leysa það ágætlega, og sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta var svona tómatsósuáhrifin, við bönkuðum og bönkuðum svo sturtuðum við þessu um miðbik fyrri hálfleiks. Frábært að vera svona effektívir í færunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir