Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
Valgeir: Sýndum fram á hvað við erum að fara bjóða upp á í deildinni
Haddi: Staðan í hálfleik var ekki sanngjörn
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Sölvi Geir: Akkúrat leikurinn sem þú vilt fá rétt fyrir mót
Óskar Hrafn um meiðsli Stefáns Árna: Eitthvað sem viðkemur leiknum sjálfum verður hjákátlegt
Jóhann Kristinn: Væri mjög barnalegt að skella skuldinni á það
Agla María spennt fyrir tímabilinu: Höfum sjaldan verið með jafn öflugan hóp
Siggi Höskulds: Hrikalega stoltur af liðinu að klára þetta
Meiðslavandræðin elta KA - „Var ekki parsáttur við Þórsarana"
Arnar Gunnlaugs: Ég er ekki að biðja ykkur um að vera þolinmóðir
Stefán Teitur: Nenni ekki að standa hérna og tala um það
Orri Steinn: Höldum því bara á milli okkar leikmanna og teymisins
Aron Einar: Skil strákana eftir tíu og þarf að bera ábyrgð á því
Arnór Ingvi hreinskilinn: Grautfúlt og hundlélegt
Sögur um margar breytingar á byrjunarliðinu - Hákon meiddur?
Orri Hrafn: Klárir í þá baráttu sem framundan er
Var í viðræðum við óvænt félag er Keflavík hafði samband - „Á alltaf að treysta innri tilfinningu"
Túfa: Þetta er ekki að gerast í fyrsta skipti
Árni Freyr: Auðvitað aðeins meiri orka hjá þeim í lokin
Sverri finnst gaman að taka þátt í nýjungum og fagnar því að Jói bætist við
   sun 30. mars 2025 18:59
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er mestari meistaranna 2025 eftir að vinna KA 3-1 í dag. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Það fylgdi titill sigrinum, og fyrst og fremst góð frammistaða í krefjandi aðstæðum. Það var 'mental challenge' að hlaupa í gegnum veðrið eins og það var á köflum hérna. Mér fannst við gera það vel, og náum að spila fínasta fótbolta heilt yfir. Ég var bara ánægður með leikinn."

Veðurstofan gaf út gula viðvörun vegna óveðurs en leikurinn í dag fór fram utanhúss. Það hafði því töluvert að segja um leikinn.

„Ég held við höfum verið einni eldingu frá því að vera flautaðir inn, en það slapp. Þetta leit ekkert sérstaklega út og endaði ekkert sérstaklega vel en miðjukaflinn var ágætur. Veðurspáin er búin að vera svona í nokkra daga og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Maður hefði viljað sjá leikinn færðan til þess að geta spilað í betri aðstæðum en það bara var ekki hægt. Þannig menn bara tækluðu þetta vel."

Breiðablik skoraði öll þrjú mörkin sín á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þeim tókst á köflum að spila mjög góðan fótbolta sem gladdi Halldór.

„Þetta var virkilega vel spilað og mér fannst þessi þrjú mörk, við vorum búnir að hóta þeim. Tobias var búinn að fá dauðafæri, og Óli Valur að komast í góða stöðu. Þeir auðvitað lágu mjög aftarlega, sérstaklega til að byrja með. Mér fannst við ná að leysa það ágætlega, og sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta var svona tómatsósuáhrifin, við bönkuðum og bönkuðum svo sturtuðum við þessu um miðbik fyrri hálfleiks. Frábært að vera svona effektívir í færunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner