Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   sun 30. mars 2025 18:59
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er mestari meistaranna 2025 eftir að vinna KA 3-1 í dag. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Það fylgdi titill sigrinum, og fyrst og fremst góð frammistaða í krefjandi aðstæðum. Það var 'mental challenge' að hlaupa í gegnum veðrið eins og það var á köflum hérna. Mér fannst við gera það vel, og náum að spila fínasta fótbolta heilt yfir. Ég var bara ánægður með leikinn."

Veðurstofan gaf út gula viðvörun vegna óveðurs en leikurinn í dag fór fram utanhúss. Það hafði því töluvert að segja um leikinn.

„Ég held við höfum verið einni eldingu frá því að vera flautaðir inn, en það slapp. Þetta leit ekkert sérstaklega út og endaði ekkert sérstaklega vel en miðjukaflinn var ágætur. Veðurspáin er búin að vera svona í nokkra daga og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Maður hefði viljað sjá leikinn færðan til þess að geta spilað í betri aðstæðum en það bara var ekki hægt. Þannig menn bara tækluðu þetta vel."

Breiðablik skoraði öll þrjú mörkin sín á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þeim tókst á köflum að spila mjög góðan fótbolta sem gladdi Halldór.

„Þetta var virkilega vel spilað og mér fannst þessi þrjú mörk, við vorum búnir að hóta þeim. Tobias var búinn að fá dauðafæri, og Óli Valur að komast í góða stöðu. Þeir auðvitað lágu mjög aftarlega, sérstaklega til að byrja með. Mér fannst við ná að leysa það ágætlega, og sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta var svona tómatsósuáhrifin, við bönkuðum og bönkuðum svo sturtuðum við þessu um miðbik fyrri hálfleiks. Frábært að vera svona effektívir í færunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir