Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   sun 30. mars 2025 18:59
Haraldur Örn Haraldsson
Dóri Árna: Einni eldingu frá því að vera flautaðir inn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik er mestari meistaranna 2025 eftir að vinna KA 3-1 í dag. Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna, þrátt fyrir að veðrið hafi sett strik í reikninginn.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 KA

„Það fylgdi titill sigrinum, og fyrst og fremst góð frammistaða í krefjandi aðstæðum. Það var 'mental challenge' að hlaupa í gegnum veðrið eins og það var á köflum hérna. Mér fannst við gera það vel, og náum að spila fínasta fótbolta heilt yfir. Ég var bara ánægður með leikinn."

Veðurstofan gaf út gula viðvörun vegna óveðurs en leikurinn í dag fór fram utanhúss. Það hafði því töluvert að segja um leikinn.

„Ég held við höfum verið einni eldingu frá því að vera flautaðir inn, en það slapp. Þetta leit ekkert sérstaklega út og endaði ekkert sérstaklega vel en miðjukaflinn var ágætur. Veðurspáin er búin að vera svona í nokkra daga og við vissum alveg hvað við værum að fara út í. Maður hefði viljað sjá leikinn færðan til þess að geta spilað í betri aðstæðum en það bara var ekki hægt. Þannig menn bara tækluðu þetta vel."

Breiðablik skoraði öll þrjú mörkin sín á tíu mínútna kafla í fyrri hálfleik. Þeim tókst á köflum að spila mjög góðan fótbolta sem gladdi Halldór.

„Þetta var virkilega vel spilað og mér fannst þessi þrjú mörk, við vorum búnir að hóta þeim. Tobias var búinn að fá dauðafæri, og Óli Valur að komast í góða stöðu. Þeir auðvitað lágu mjög aftarlega, sérstaklega til að byrja með. Mér fannst við ná að leysa það ágætlega, og sérstaklega í þessum aðstæðum. Þetta var svona tómatsósuáhrifin, við bönkuðum og bönkuðum svo sturtuðum við þessu um miðbik fyrri hálfleiks. Frábært að vera svona effektívir í færunum."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner