Keflavík er spáð áttunda sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Samhliða spánni er einn leikmaður í hverju liði sem sýnir á sér hina hliðina.
Hjá Keflavík er það Sveindís Jane sem sýnir á sér hina hliðina.
Þú getur keypt Sveindísi Jane í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Hjá Keflavík er það Sveindís Jane sem sýnir á sér hina hliðina.
Þú getur keypt Sveindísi Jane í Draumaliðið þitt. Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Eyjabita og Fótbolta.net!
Fullt nafn: Sveindís Jane Jónsdóttir.
Gælunafn: Er sjaldan kölluð eitthvað annað en Sveindís.
Aldur: 17 ára.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Árið 2015.
Uppáhalds drykkur: Nocco er í miklu uppáhaldi.
Uppáhalds matsölustaður: Verð að segja Tuk Tuk Thai í Hafnafirði.
Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl.
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends, classic.
Uppáhalds tónlistarmaður: Jón Jónsson.
Uppáhalds samskiptamiðill: Kæmist ekki í gegnum daginn án þess að kíkja á SnapChat.
Fyndnasti Íslendingurinn: Birta Georgsdóttir er alveg svakalega fyndin.
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Gamli ísinn - Hockey Pulver, slatti af Lúxusdýfu og oreo.
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: „Er með vegabréfið þiit’’- pabbi.
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Verð að segja Grindavík.
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Guðný Árnadóttir er alveg svakalega góð.
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Gunnar MJ og Haukur Ben, frábærir þjálfarar.
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Natasha Anasi, hef aldrei mætt henni í leik, en á æfingum er hún alveg óþolandi góð, maður verður svo sannarlega að hafa fyrir þvi að komast framhjá henni.
Sætasti sigurinn: Það var heimaleikur á móti Þrótti R. staðan var 1-1, á 95 mín fengum við horn og Natasha skoraði úr horninu, frábær sigur. Svo var sigurinn á Hömrunum einnig mjög sætur en með sigrinum tryggðum við okkur sæti í pepsí max deildinni.
Mestu vonbrigðin: Þegar við komumst ekki upp í pepsí deildina 2016.
Uppáhalds lið í enska: Arsenal.
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Agla María Albertsdóttir.
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður KSÍ: Gera U21 eða U23 landslið kvk
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kara Petra Aradóttir fædd 2004, hún er frábær bæði innan og utan vallar.
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Sigurður Ingi Bergsson.
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Alexandra Jóhannsdóttir.
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi.
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Íris Una Þórðardóttir.
Uppáhalds staður á Íslandi: Garðskagaviti.
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Við vorum að spila með púlsmæli og mælirinn hennar Kötlu virkaði ekki og fann þar af leiðandi ekki púlsinn hennar en þá kemur Dröfn inn og spyr „Katla ertu ekki með púls?!!” Henni var fúlasta alvara. Þetta er bara eitt gullkorn af mörgum í boði Drafnar.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Set símann á “do not disturb” stillinguna.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já, sérstaklega Körfubolta og Handbolta.
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom.
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Er í matreiðslu í skólanum, mér tekst einhvernveginn alltaf að klúðra öllum uppskriftum.
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: My number one Grikkland 2005.
Vandræðalegasta augnablik: Vorum á La Manga með U19 og það var ælu pest að ganga í liðinu okkar og öðrum liðum líka sem voru á svæðinu, og í einum leiknum þá var okkur bannað að taka í hendurnar á andstæðingnum bara svona uppá hreinlætið og svo að við smitumst ekki. Það var frekar vandræðalegt.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki með mér Írisi Unu og Kötlu Maríu uppá skemmtun svo þyrfti ég að draga á milli Captain Natasha Anasi og Mairead Fulton.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég get ekki komið við tuskur, skiptir ekki máli hvort þær séu hreinar eða óhreinar, finnst þær ógeðslegar.
Athugasemdir