Glasner efstur á blaði hjá Man Utd - Rashford fær endurkomuleið á Old Trafford - Juventus ræðir við Liverpool um Chiesa
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   mið 30. maí 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna: Sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila
Icelandair
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason ræddi við íslenska fjölmiðla fyrir æfingu á Laugardalsvelli í gær en undirbúningurinn fyrir HM í Rússlandi er farinn á fulla ferð.

Birkir er nýkominn til landsins frá Englandi þar sem hann og liðsfélagar hans í Aston Villa voru gríðarlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa tapaði naumlega fyrir Fulham í úrslitaleik umspilsins á Wembley en Birkir var ónotaður varamaður.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi, það var sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila og reyna að gera eitthvað í þessu. Svona er þetta bara, við verðum að halda áfram," segir Birkir.

Birkir átti við smávægileg meiðsli að stríða í lok tímabilsins en segist hafa verið alveg klár í að byrja leikinn á Wembley ef Steve Bruce, stjóri Villa, hefði valið hann.

„Ég er alls ekki sáttur með að spila ekki en þetta fór eins og það fór. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum hjá Villa og er alveg gríðarlega ánægður þarna. Ég er sáttur með klúbbinn."

Á laugardaginn er komið að vináttulandsleik gegn Noregi á Laugardalsvelli og er Birkir spenntur fyrir því að hitta Lars Lagerback, sem nú þjálfar Noreg.

„Ég er mjög spenntur að hitta hann. Ég hef ekki hitt hann síðan hann fór héðan. Hann gerði frábæra hluti fyrir okkur og það verður ógeðslega gaman að sjá hann," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner
banner