29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 30. maí 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna: Sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila
Icelandair
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason ræddi við íslenska fjölmiðla fyrir æfingu á Laugardalsvelli í gær en undirbúningurinn fyrir HM í Rússlandi er farinn á fulla ferð.

Birkir er nýkominn til landsins frá Englandi þar sem hann og liðsfélagar hans í Aston Villa voru gríðarlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa tapaði naumlega fyrir Fulham í úrslitaleik umspilsins á Wembley en Birkir var ónotaður varamaður.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi, það var sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila og reyna að gera eitthvað í þessu. Svona er þetta bara, við verðum að halda áfram," segir Birkir.

Birkir átti við smávægileg meiðsli að stríða í lok tímabilsins en segist hafa verið alveg klár í að byrja leikinn á Wembley ef Steve Bruce, stjóri Villa, hefði valið hann.

„Ég er alls ekki sáttur með að spila ekki en þetta fór eins og það fór. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum hjá Villa og er alveg gríðarlega ánægður þarna. Ég er sáttur með klúbbinn."

Á laugardaginn er komið að vináttulandsleik gegn Noregi á Laugardalsvelli og er Birkir spenntur fyrir því að hitta Lars Lagerback, sem nú þjálfar Noreg.

„Ég er mjög spenntur að hitta hann. Ég hef ekki hitt hann síðan hann fór héðan. Hann gerði frábæra hluti fyrir okkur og það verður ógeðslega gaman að sjá hann," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner