Mainoo opinn fyrir Napoli - Tekur Gerrard við Boro? - Forest vill 120 milljónir punda - Kröfur Vinicius gætu ýtt honum í burtu
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verður auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
banner
   mið 30. maí 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna: Sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila
Icelandair
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason ræddi við íslenska fjölmiðla fyrir æfingu á Laugardalsvelli í gær en undirbúningurinn fyrir HM í Rússlandi er farinn á fulla ferð.

Birkir er nýkominn til landsins frá Englandi þar sem hann og liðsfélagar hans í Aston Villa voru gríðarlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa tapaði naumlega fyrir Fulham í úrslitaleik umspilsins á Wembley en Birkir var ónotaður varamaður.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi, það var sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila og reyna að gera eitthvað í þessu. Svona er þetta bara, við verðum að halda áfram," segir Birkir.

Birkir átti við smávægileg meiðsli að stríða í lok tímabilsins en segist hafa verið alveg klár í að byrja leikinn á Wembley ef Steve Bruce, stjóri Villa, hefði valið hann.

„Ég er alls ekki sáttur með að spila ekki en þetta fór eins og það fór. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum hjá Villa og er alveg gríðarlega ánægður þarna. Ég er sáttur með klúbbinn."

Á laugardaginn er komið að vináttulandsleik gegn Noregi á Laugardalsvelli og er Birkir spenntur fyrir því að hitta Lars Lagerback, sem nú þjálfar Noreg.

„Ég er mjög spenntur að hitta hann. Ég hef ekki hitt hann síðan hann fór héðan. Hann gerði frábæra hluti fyrir okkur og það verður ógeðslega gaman að sjá hann," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner