Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   mið 30. maí 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna: Sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila
Icelandair
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason ræddi við íslenska fjölmiðla fyrir æfingu á Laugardalsvelli í gær en undirbúningurinn fyrir HM í Rússlandi er farinn á fulla ferð.

Birkir er nýkominn til landsins frá Englandi þar sem hann og liðsfélagar hans í Aston Villa voru gríðarlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa tapaði naumlega fyrir Fulham í úrslitaleik umspilsins á Wembley en Birkir var ónotaður varamaður.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi, það var sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila og reyna að gera eitthvað í þessu. Svona er þetta bara, við verðum að halda áfram," segir Birkir.

Birkir átti við smávægileg meiðsli að stríða í lok tímabilsins en segist hafa verið alveg klár í að byrja leikinn á Wembley ef Steve Bruce, stjóri Villa, hefði valið hann.

„Ég er alls ekki sáttur með að spila ekki en þetta fór eins og það fór. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum hjá Villa og er alveg gríðarlega ánægður þarna. Ég er sáttur með klúbbinn."

Á laugardaginn er komið að vináttulandsleik gegn Noregi á Laugardalsvelli og er Birkir spenntur fyrir því að hitta Lars Lagerback, sem nú þjálfar Noreg.

„Ég er mjög spenntur að hitta hann. Ég hef ekki hitt hann síðan hann fór héðan. Hann gerði frábæra hluti fyrir okkur og það verður ógeðslega gaman að sjá hann," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner