Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mið 30. maí 2018 11:27
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna: Sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila
Icelandair
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Birkir Bjarnason á æfingunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Bjarnason ræddi við íslenska fjölmiðla fyrir æfingu á Laugardalsvelli í gær en undirbúningurinn fyrir HM í Rússlandi er farinn á fulla ferð.

Birkir er nýkominn til landsins frá Englandi þar sem hann og liðsfélagar hans í Aston Villa voru gríðarlega nálægt því að komast upp í ensku úrvalsdeildina.

Villa tapaði naumlega fyrir Fulham í úrslitaleik umspilsins á Wembley en Birkir var ónotaður varamaður.

„Þetta var gríðarlega svekkjandi, það var sérstaklega svekkjandi að fá ekki að spila og reyna að gera eitthvað í þessu. Svona er þetta bara, við verðum að halda áfram," segir Birkir.

Birkir átti við smávægileg meiðsli að stríða í lok tímabilsins en segist hafa verið alveg klár í að byrja leikinn á Wembley ef Steve Bruce, stjóri Villa, hefði valið hann.

„Ég er alls ekki sáttur með að spila ekki en þetta fór eins og það fór. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum hjá Villa og er alveg gríðarlega ánægður þarna. Ég er sáttur með klúbbinn."

Á laugardaginn er komið að vináttulandsleik gegn Noregi á Laugardalsvelli og er Birkir spenntur fyrir því að hitta Lars Lagerback, sem nú þjálfar Noreg.

„Ég er mjög spenntur að hitta hann. Ég hef ekki hitt hann síðan hann fór héðan. Hann gerði frábæra hluti fyrir okkur og það verður ógeðslega gaman að sjá hann," segir Birkir en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.

Lykildagar Íslands í júní:
LEIKUR 2. júní Noregur (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
LEIKUR 7. júní Gana (Laugardalsvöllur) - Vináttuleikur
9. júní Flogið til Rússlands (Gelendzhik)
LEIKUR 16. júní Argentína (Moskva) - HM
LEIKUR 22. júní Nígería (Volgograd) - HM
LEIKUR 26. júní Króatía (Rostov) - HM
Athugasemdir
banner
banner
banner