Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
   þri 30. maí 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Busquets: Rodri og Zubimendi henta Barcelona best
Mynd: EPA

Sergio Busquets hefur yfirgefið Barcleona en þessi 34 ára gamli miðjumaður er uppalinn hjá félaginu.


Busquets spilaði sinn fyrsta leik með aðalliðinu árið 2008 og vann spænsku deildina níu sinnum, bikarinn sjö sinnum og Meistaradeildina þrisvar.

Menn á borð við Rodri miðjumaður Manchester City og Martin Zubimendi miðjumaður Real Sociedad hafa verið nefndir til sögunnar sem eftirmenn Busquets. Honum líst sjálfum vel á það.

„Ég veit að það er mikið verið að tala um leikmenn eins og Rodri og Zubimendi. Þeir eru mjög góðir leikmenn og sennilega þeir leikmenn sem passa best við DNA og stíl sem menn vilja hér en þeir eru í öðrum liðum," sagði Busquets.


Athugasemdir
banner
banner
banner