Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 30. júní 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Rooney kveður stuðningsmenn Derby - „Minningar sem ég mun aldrei gleyma"
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Enski stjórinn Wayne Rooney hætti með Derby County á dögunum eftir ansi erfitt ár en hann kvaddi stuðningsmenn félagsins með skilaboðum á Twitter í gær.

Rooney kom til félagsins sem leikmaður árið 2020 en nokkrum mánuðum síðar var hann gerður að stjóra félagsins.

Hann gekk í gegnum mikla erfiðleika á síðasta tímabili eftir að félagið var sett í greiðslustöðvun. Félagið missti marga góða leikmenn og var með þunnan hóp auk þess sem 21 stig var dregið af liðinu í B-deildinni.

Derby stóð í bestu liðum deildarinnar þrátt fyrir manneklu en Rooney tókst þó ekki að bjarga liðinu frá falli. Hann hætti með liðið á dögunum, enda hefur verið mikil óvissa með framhaldið. Liam Rosenior er nýr stjóri liðsins en hann var aðstoðarmaður Rooney hjá Derby.

„Ég vil þakka ykkur stuðningsmönnunum, leikmönnunum og starfsliðinu kærlega fyrir ykkar stuðning síðustu þrjú árin. Þetta var ein erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka á mínum ferli," sagði Rooney.

„Takk fyrir að taka svona vel á móti mér. Mér leið eins og ég væri einn af ykkur. Ég bið ykkur að styðja vel við bakið á næsta stjóra félagsins og gefa honum það sem þið gáfuð mér, sem var traust, hollusta og þennan ótrúlega stuðning. Þetta eru frábærar minningar sem ég mun aldrei gleyma," sagði hann ennfremur.


Athugasemdir
banner
banner
banner