Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 30. júlí 2020 18:18
Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið Fram og Fylkis: Fjórar breytingar hjá Fylki
Ragnar Bragi kom inná sem varamaður gegn HK og er í byrjunarliðinu í kvöld.
Ragnar Bragi kom inná sem varamaður gegn HK og er í byrjunarliðinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Jón Sveinsson er þjálfari Framara.
Jón Sveinsson er þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tekur á móti Fylki í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla klukkan 19:15 og nú eru byrjunarliðin klár hér að neðan.

Engir áhorfendur verða á leiknum frekar en öðrum leikjum í kvöld eftir fyrirmæli KSÍ í dag útaf Covid-19.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!

Fram sem er í 4. sæti Lengjudeildadrinnar átti geggjaðan leik á sunnudaginn þegar liðið vann 6 - 1 sigur á Þór. Jón Sveinsson þjálfari liðsins gerir tvær breytingar frá þeim leik. Unnar Steinn Ingvarsson og Jökull Steinn Ólafsson setjast á bekkinn fyrir þá Alex Frey Elísson og Alexander Má Þorláksson.

Fylkir sem er í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar vann 3 - 2 sigur á HK í deildinni á mánudagskvöldið og frá þeim leik gerir þjálfarateymið fjórar breytingar.

Ragnar Bragi Sveinsson er í fyrsta sinn í byrjunarliðinu síðan hann kinnbeinsbrotnaði gegn Stjörnunni í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. Auk hans koma þeir Arnór Borg Guðjohnsen, Þórður Gunnar Hafþórsson og Birkir Eyþórsson inn í liðið.

Valdimar Þór Ingimundarson, Djair Parfitt-Williams, Arnar SVeinn Geirsson og Hákon Ingi Jónsson fara út í þeirra stað.

Byrjunarlið Fram:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
4. Albert Hafsteinsson
5. Haraldur Einar Ásgrímsson
7. Fred Saraiva
9. Þórir Guðjónsson
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon (f)
17. Alex Freyr Elísson
23. Már Ægisson
26. Aron Kári Aðalsteinsson
33. Alexander Már Þorláksson

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson
13. Arnór Gauti Ragnarsson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
22. Birkir Eyþórsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum!
Athugasemdir
banner
banner
banner