Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 30. júlí 2022 13:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Stjörnunnar og Víkings: Óskar, Pablo og Danijel á bekknum
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Örn Hauksson.
Óskar Örn Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Núna klukkan 14:00 hefst leikur Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild karla. Þetta eru liðin í öðru og fjórða sæti deildarinnar.

Víkingar eru í öðru sæti, sjö stigum á eftir toppliði Breiðbliks með leik til góða. Víkingar hafa verið á miklu skriði upp á síðkastið og hafa unnið sex deildarleiki í röð. Stjarnan er í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Víkingum. Stjörnumenn hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  2 Víkingur R.

Byrjunarliðin eru klár. Ágúst Gylfason, þjálfari Stjörnunnar, byrjar með sama lið og í síðasta deildarleik fyrir um tveimur vikum síðan, í 0-3 sigri gegn ÍA.

Óskar Örn Hauksson er á bekknum, líkt og oft áður í sumar.

Hjá Víkingum byrja Pablo Punyed, Danijel Dejan Djuric og Birnir Snær Ingason allir á bekknum. Helgi Guðjónsson og Nikolaj Hansen byrja báðir hjá Víkingum.

Byrjunarlið Stjörnunnar:
1. Haraldur Björnsson (m)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Einar Karl Ingvarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal
14. Ísak Andri Sigurgeirsson
15. Þórarinn Ingi Valdimarsson
17. Ólafur Karl Finsen
19. Eggert Aron Guðmundsson
22. Emil Atlason
29. Adolf Daði Birgisson

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
3. Logi Tómasson
4. Oliver Ekroth
5. Kyle McLagan
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
9. Helgi Guðjónsson
17. Ari Sigurpálsson
20. Júlíus Magnússon (f)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
23. Nikolaj Hansen
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner