banner
   lau 30. júlí 2022 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Chiquinho verður frá í sex til níu mánuði
Mynd: Getty Images

Portúgalski kantmaðurinn Chiquinho verður ekki með Wolves á fyrri hluta tímabilsins eftir að hann sleit krossband í æfingaleik á undirbúningstímabilinu.


Chiquinho er 22 ára gamall og meiddist í 3-0 sigri Úlfanna gegn Burnley fyrr í júlí. Hann skoraði í leiknum og meiddist nokkru síðar.

Hann fór í aðgerð fyrir viku síðan og heppnaðist hún vel sem þýðir að leikmaðurinn ungi mun geta spilað fótbolta aftur. Hann þarf þó að hvíla sig næstu sex til níu mánuðina.

Wolves borgaði um þrjár milljónir punda til að kaupa Chiquinho frá Estoril í janúar og kom hann við sögu í átta úrvalsdeildarleikjum og einum bikarleik með félaginu.

Chiquinho skoraði 3 mörk í 15 leikjum í efstu deild Portúgals áður en hann skipti yfir til Englands. Hann á einn leik að baki fyrir U21 landslið Portúgals og fjóra fyrir U20 landsliðið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner