Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 30. júlí 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gæti tekið Haaland nokkur ár að aðlagast enska boltanum
Mynd: EPA

Stuart Pearce fyrrum leikmaður og stjóri Manchester City var ekki ánægður með leikmenn liðsins í leiknum um Samfélagsskjöldinn gegn Liverpool í dag.


Það var mikil spenna fyrir því að sjá hvernig Erling Haaland myndi koma inn í liðið en hann var í byrjunarliðinu í dag. Hann fann sig alls ekki en Pearce segir að hinir leikmennirnir verði að hjálpa honum.

„Þeir nýttu hann ekki eins vel og þeir gátu, ef þú spyrð hann eftir leikinn 'mötuðu þeir þig eins og þú vildir?' hann myndi væntanlega segja nei. Hann er örugglega ekki sáttur með það," sagði Pearce.

Hann hefur mikla trú á Haaland enda hefur hann sýnt það að hann kann að skora.

„Það eru margir góðir leikmenn í liðinu sem geta matað hann en þeir verða klárlega að finna hann oftar en þeir gerðu í dag því þú veist að ef hann fær tækifæri mun hann skora,"

Hann varar þó við því að það gæti tekið þann norska langan tíma að aðlagast enska boltanum.

„Það gæti tekið eitt ár en það gæti líka tekið nokkur ár fyrir Haaland að aðlagast almennilega."


Athugasemdir
banner
banner
banner