Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 30. ágúst 2024 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stór upphæð fyrir Orra - Skellir sér í annað sætið
Orri Steinn er að ganga í raðir Real Sociedad.
Orri Steinn er að ganga í raðir Real Sociedad.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það voru stór tíðindi að berast; Orri Steinn Óskarsson er að ganga í raðir spænska úrvalsdeildarfélagsins Real Sociedad.

Sociedad hefur í allan dag verið í viðræðum um kaup á Orra frá FC Kaupmannahöfn og núna er það á leiðinni yfir línuna.

Kaupverðið er 20 milljónir evra, eða tæpir 3,2 milljarðar íslenskra króna, sem gerir Orra að næst dýrasta íslenska fótboltamanni sögunnar. Aðeins eru kaup Everton á Gylfa Þór Sigurðssyni stærri.

Stærstu upphæðir sem hafa verið greiddar fyrir Íslendinga:
1. Gylfi Þór Sigurðsson til Everton - 49,4 milljónir evra
(Orri Steinn Óskarsson til Real Sociedad - 20 milljónir evra)
2. Hákon Arnar Haraldsson til Lille - 15 milljónir evra
3. Eiður Smári Guðjohnsen til Barcelona - 12 milljónir evra
4. Gylfi Þór Sigurðsson til Swansea - 10,1 milljón evra
5. Gylfi Þór Sigurðsson til Tottenham - 10 milljónir evra
6. Albert Guðmundsson til Fiorentina - 8 milljón evra lánsfé
7. Alfreð Finnbogason til Real Sociedad - 8 milljónir evra
8. Eiður Smári Guðjohnsen til Chelsea - 7,5 milljónir evra
9. Hermann Hreiðarsson til Ipswich - 6,75 milljónir evra
10. Jóhannes Karl Guðjónsson til Real Betis - 5,63 milljónir evra
Athugasemdir
banner
banner
banner