Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fös 30. september 2016 18:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orri Þórðar: Þetta var óíþróttamannsleg framkoma
Kvenaboltinn
Það urðu smá læti í hálfleik
Það urðu smá læti í hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Stjarnan er með betra lið og ég vil byrja á því að óska þeim til hamingju með titilinn, þetta er verðskuldað hjá þeim og þær eru með frábært lið. En mér fannst fyrri hálfleikur bara nokkuð solid hjá okkur, mér fannst þær ekki fá mikið af færum og mér fannst við ekki í neinum sérstökum vandræðum," sagði Orri Þórðarson, þjálfari FH-inga eftir 4-0 tap gegn Stjörnunni í dag.

Orri var ósáttur með fyrsta mark Stjörnunnar og sagði það vera óíþróttamannslegt. Hann lét Katrínu Ásbjörnsdóttur, markaskorara Stjörnunnar, heyra það þegar dómarinn flautaði til hálfleiks.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  0 FH

„Við fáum á okkur þetta mark undir lok fyrri hálfleiks sem ég verð að segja að var óíþróttamannslegt mark. Það er samstuð, dómarinn stöðvar leikinn, það er dómarakast, við byrjum með mann út af og þær sparka boltanum upp við okkar hornfána, setja pressu og upp úr því skora þær. Stjarnan er með það gott lið að þær þurfa ekki á svona að halda. Þetta var óíþróttamannsleg framkoma."

„Ég var bara að láta Katrínu Ásbjörns vita af minni skoðun af þessu, þetta var fáranlegt," sagði Orri um það sem gerðist í hálfleik, en honum segist sama um hvað svör hún gaf. „Mér er skítsama um það, en þegar svona dómarakast er út á miðjum vellinum þá eiga menn að spila á hlutlaust svæði. Við hefðum getað sparkað boltanum til þeirra ef það hefði verið málið. Þetta var ekki góð framkoma."

FH-ingar enda um miðja deild og Orri segist sáttur með tímabilið í heild sinni.

„Ég er rosalega ánægður með stelpurnar, við erum með langyngsta liðið þannig að þetta lið áf framtíðina fyrir sér. Við fórum inn í þetta mót með ungt lið, auðvitað gat brugðið til beggja vona, en við vildum keyra á þessum stelpum og gefa þeim tækifæri og þær hafa svo sannarlega staðið undir okkar trausti í sumar og staðið sig virkilega vel."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner