„Þetta var góður leikur og bara sanngjarnt jafntefli þegar upp var staðið." Segir Pétur Pétursson þjálfari Vals eftir jafntefli gegn Þrótti í Bestu Deild Kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 1 Valur
Fréttaritara fannst Þróttur hafa verið sanngjarnt yfir í hálfleik en Pétur var reyndar ekki sammála því.
„Mér fannst Þróttur bara ekkert betri í fyrri hálfleiknum. Þetta var bara sanngjarnt í báðum hálfleikjum.
Elín Metta Jensen skoraði fyrir Þrótt í dag en hún er auðvitað goðsögn hjá Val eftir að hafa spilað þar.
„Það skipir engu máli"
Valsmenn voru í basli með meiðsli í dag og allir varamenn liðsins fyrir utan varamarkmann komu við sögu.
„Við vorum í brasi og gátum ekki skipt fleirum inn á völlinn. Ástæðan fyrir því að það voru svona fáir á bekknum var að það eru mikil meiðsli, alveg fjögur eða fimm meiðsli."
Athugasemdir