„Bara geggjað að enda tímabilið sem deildarmeistarar og eiga heimaleikjaréttinn ef þetta verður eitthvað tæpt í lokin.“ sagði Daði Berg Jónsson eftir 6-0 sigur á Fylki.
Lestu um leikinn: Fylkir 0 - 6 Víkingur R.
Daði var mjög ánægður með byrjunina á leiknum.
„Já þegar þú ert komin í 2-0 eftir 10 mínútur er erfitt að koma til baka eftir það. Við vorum bara klárir frá fyrstu mínútu.“
Daði skoraði sitt fyrsta deildarmark í dag en hann er gífurlega ánægður með markið.
„Tilfinningin að skora fyrsta deildarmarkið mitt er ólýsanleg. Þetta er búið að taka smá tíma, þetta er búið að leggja lengi loftinu en þetta er bara geggjað.“
Hvernig leggst þessi úrslitakeppni í Daða og möguleikinn um úrslitaleik á heimavelli í lokin við Breiðablik.
„Það er geggjað, þess vegna er þessi úrsltakeppni sett upp, svo það verði spennandi leikir. Þetta á að vera smá spennandi og fá fólk til að horfa, ég er gríðarlega spenntur.“
Næst er bikarúrslitaleikur framundan hjá Víkingum.
„Við erum klárir. Það eru tveir mánuðir síðan undanúrslitaleikurinn var og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta. Við erum bara klárir á móti KA og sýna hvað við getum.“ sagði Daði að lokum.
Viðtalið við Daða Berg má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.