Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
   mán 16. september 2024 22:45
Sölvi Haraldsson
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Daði Berg.
Daði Berg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bara geggjað að enda tímabilið sem deildarmeistarar og eiga heimaleikjaréttinn ef þetta verður eitthvað tæpt í lokin.“ sagði Daði Berg Jónsson eftir 6-0 sigur á Fylki.


Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  6 Víkingur R.

Daði var mjög ánægður með byrjunina á leiknum.

Já þegar þú ert komin í 2-0 eftir 10 mínútur er erfitt að koma til baka eftir það. Við vorum bara klárir frá fyrstu mínútu.

Daði skoraði sitt fyrsta deildarmark í dag en hann er gífurlega ánægður með markið.

Tilfinningin að skora fyrsta deildarmarkið mitt er ólýsanleg. Þetta er búið að taka smá tíma, þetta er búið að leggja lengi loftinu en þetta er bara geggjað.

Hvernig leggst þessi úrslitakeppni í Daða og möguleikinn um úrslitaleik á heimavelli í lokin við Breiðablik.

Það er geggjað, þess vegna er þessi úrsltakeppni sett upp, svo það verði spennandi leikir. Þetta á að vera smá spennandi og fá fólk til að horfa, ég er gríðarlega spenntur.

Næst er bikarúrslitaleikur framundan hjá Víkingum.

Við erum klárir. Það eru tveir mánuðir síðan undanúrslitaleikurinn var og við erum búnir að undirbúa okkur vel fyrir þetta. Við erum bara klárir á móti KA og sýna hvað við getum.“ sagði Daði að lokum.

Viðtalið við Daða Berg má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner