Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 30. október 2020 20:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
"Ótrúlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan"
Lengjudeildin
Albert Hafsteinsson.
Albert Hafsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram mun áfram vera í Lengjudeildinni á næstu leiktíð, en liðið hafnar í þriðja sæti Lengjudeildarinnar með jafnmörg stig og Leiknir Reykjavík.

KSÍ ákvað í dag að blása Íslandsmótið af en bæði Leiknir og Fram eiga tvo leiki eftir á tímabilinu. Leiknir fer upp með betri markatölu.

Albert Hafsteinsson, lykilmaður í liði Fram, segir að þessi niðurstaða sé súr fyrir Framara.

„Það er ótrúlega sárt að þetta skuli vera niðurstaðan. Miðað við þróun mála síðustu daga hefur maður samt búið sig undir þetta. Það virðist vera hægt að spila fótbolta alls staðar nema á Íslandi," segir Albert í samtali við Fótbolta.net.

„KSÍ gefur út í vor að hægt sé að klára mótið ef 2/3 er lokið. Hollendingarnir blésu sitt mót af í vor og ekkert lið fór upp eða niður um deild. Það mun aldrei verða nein sanngjörn niðurstaða en að mínu mati er sú leið sanngjörnust. Annað hvort klárast mótið alveg eða ekki. Það fullnægir ekki alvöru íþróttafólki að fá viðurkenningu fyrir óklárað mót."

„Á endanum skiptir þetta engu máli því það pælir enginn í þessu þegar mótið verður flautað á næsta sumar. Það þýðir því lítið að velta þessu fyrir sér of lengi og ég er sannfærður um að við mætum enn hungraðari til leiks á næsta ári," segir Albert enn fremur.

Hér að neðan má sjá hvernig staðan er í Lengjudeildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner