Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, var ekki hrifinn af hegðun brasilíska vængmannsins Antony í leiknum gegn Manchester City í gær.
Undir lok leiks var Man City þremur mörkum yfir á Old Trafford og var belgíski leikmaðurinn Jeremy Doku að leika United-menn grátt með færni sinni.
Antony og Bruno Fernandes, fyrirliði United, reyndu ítrekað að sparka Doku niður.
Brasilíumaðurinn var ekkert að spá í boltanum og fannst Neville þetta vandræðalegt í alla staði.
Antony og Fernandes fengu báðir að líta gula spjaldið fyrir að brjóta á Doku en Neville vildi sjá rauða spjaldið fara á loft.
„Þetta er algerlega fáránlegt. Ég hefði rekið hann af velli, bara fáránlegt og vandræðalegt hjá Antony,“ sagði Neville í lýsingunni á Sky.
Bruno and Antony purposely trying to injure Doku at the end is so embarrassing. Sore losers the lot of them pic.twitter.com/f6oIdusbCK
— Castillo?? (@CastilloErling9) October 29, 2023
Athugasemdir


