Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 30. október 2024 22:09
Brynjar Ingi Erluson
Spænski konungsbikarinn: Auðvelt hjá Celta Vigo og Girona
Mynd: EPA
Celta Vigo, Girona, Leganes og Sevilla komust öll áfram í aðra umferð spænska konungsbikarsins í kvöld.

Kelechi Iheanacho skoraði tvö mörk er Sevilla vann Las Rozas, 3-0, á útivelli á meðan Leganes vann nauman 2-1 sigur á Ciudad de Lucena.

Girona var ekki í vandræðum með CD Extremadura á útivelli en lokatölur þar urðu 4-0.

Bojan Miovski kom boltanum tvisvar í netið en þeir Bryan Gil og Arnau Martinez komust einnig á blað.

Celta Vigo átti svipað auðvelt með UD San Pedro en þeim leik lauk með 5-1 stórsigri Celta.

Anastasios Douvikas skoraði tvö og þá voru þeir Alfonso Gonzalez, Pablo Duran og Tadeo Allende einnig á skotskónum.

Nokkrum leikjum var frestað í kvöld vegna hamfararigningar og flóðs við bæinn Chiva, sem liggur við Valencia og alls ekki útilokað að fleiri leikjum í umferðinni verði frestað, en það mun skýrast betur á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner