Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mið 30. október 2024 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Van Nistelrooy: Blendnar tilfinningar
Ruud van Nistelrooy leyfði sér að njóta augnabliksins
Ruud van Nistelrooy leyfði sér að njóta augnabliksins
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Ruud van Nistelrooy, bráðabirgðastjóri Manchester United, upplifði blendnar tilfinningar eftir að hann náði í fyrsta sigur sinn með United í kvöld.

Van Nistelrooy tók brábirgða við liðinu eftir að Erik ten Hag var rekinn.

Það er ljóst að Van Nistelrooy mun aðeins stýra United í nokkrum leikjum eða þangað til Ruben Amorim kemur frá Sporting.

Hollendingurinn, sem var fenginn í sumar til að aðstoða Ten Hag, náði í góðan 5-2 sigur gegn Leicester í enska deildabikarnum í kvöld og kom liðinu áfram í 8-liða úrslit.

„Ef við förum yfir gærdaginn þá var það auðvitað sorglegur dagur að taka á móti leikmönnunum og hittast daginn eftir að Erik var látinn fara. Þetta voru blendnar tilfinningar. Hann er sá sem bað mig um að koma aftur.“

„Ég fann það bara eftir fyrsta samtalið hvað honum þótti vænt um og hafði mikla ástríðu fyrir félaginu. Þess vegna var ég leiður að sjá hann fara.“

„Fótboltinn og lífið heldur áfram og við vissum að 75 þúsund manns væru hér að bíða eftir okkur og milljónir annarra heima stöðu að horfa á sjónvarpið eða hlusta á útvarpið. Sem leikmaður þarftu að setja þig í gírinn.“

„Við reyndum að ýta á þann hnapp hjá leikmönnum, reyna að keyra rétta hugarfarið í gang og fara þarna út til þess að gefa allt fyrir stuðningsmennina.“


Van Nistelrooy gæti þurft að stýra United fram að landsleikjaverkefninu þar sem Amorim er með 30 daga uppsagnarákvæði í samningi sínum hjá Sporting.

„Það er alveg skýrt að þetta er bara til bráðabirgða þannig dagurinn í dag var það mikilvægasta fyrir mig svona eftir það sem gerðist. Við þurftum að koma okkur í gang, með stuttum fyrirvara og komast inn í 8-liða úrslitin. Ég verð að hrósa leikmönnunum því þeir voru frábærir í dag.“

„Núna er einbeiting á Chelsea á sunnudag og síðan er ég ekkert farinn að horfa lengra en það,“
sagði Van Nistelrooy.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner