lau 30. nóvember 2019 15:18
Ívan Guðjón Baldursson
Drátturinn fyrir EM er í dag
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag verður klárað að draga í riðla fyrir EM á næsta ári þar sem 24 þjóðir munu taka þátt í fyrsta sinn í sögunni. Dregið verður klukkan 17:00 á íslenskum tíma.

Ísland á möguleika á að komast á mótið en í mars er umspilsleikur gegn Rúmeníu. Sigurvegarinn kemst í úrslit umspilsins og spilar um sæti á EM.

Ýmsar reglur eru í gildi varðandi hvaða lið mega mætast. Til dæmis geta hýsilþjóðirnar ekki dregist saman í riðil og þá mega Úkraína og Rússland ekki heldur vera saman.

Til dæmis er B-riðill þegar svo gott sem ákveðinn og hálfur C-riðillinn einnig.

Styrkleikaflokkur 1:
Belgía
Italía (hosts)
England (hosts)
Þýskaland (hosts)
Spánn (hosts)
Úkraína

Styrkleikaflokkur 2:
Frakkland
Pólland
Sviss
Króatía
Holland (hosts)
Rússland (hosts)

Styrkleikaflokkur 3:
Portúgal
Tyrkland
Danmörk (hosts)
Austurríki
Svíþjóð
Tékkland

Styrkleikaflokkur 4:
Wales
Finnland
Ísland/Búlgaría/Ungverjaland/Rúmenía
Bosnía/Slóvakía/Írland/N-Írland
Skotland/Noregur/Serbía/Ísrael
Georgía/N-Makedónía/Kósovó/Hvíta-Rússland

Því eru riðlarnir eftirfarandi:

Riðill A (Róm og Bakú):
Ítalía
Frakkland/Pólland/Sviss/Króatía
Portúgal/Tyrkland/Austurríki/Svíþjóð/Tékkland
Finnland/Wales

B-riðill (Pétursborg og Kaupmannahöfn):
Belgía
Rússland
Danmörk
Finnland/Wales

C-riðill (Amsterdam og Búkarest):
Úkraína
Holland
Portúgal/Tyrkland/Austurríki/Svíþjóð/Tékkland
Rúmenía/Georgía/N-Makedónía/Kósovó/Hvíta-Rússland

D-riðill (London og Glasgow):
England
Frakkland/Pólland/Sviss/Króatía
Portúgal/Tyrkland/Austurríki/Svíþjóð/Tékkland
Skotland/Noregur/Serbía/Ísrael

E-riðill (Bilbao og Dublin):
Spánn
Frakkland/Pólland/Sviss/Króatía
Portúgal/Tyrkland/Austurríki/Svíþjóð/Tékkland
Bosnía/Slóvakía/Írland/N-Írland

F-riðill (München og Búdapest):
Þýskaland
Frakkland/Pólland/Sviss/Króatía
Portúgal/Tyrkland/Austurríki/Svíþjóð/Tékkland
Ísland/Búlgaría/Ungverjaland/Rúmenía/Georgía/N-Makedónía/Kósovó/Hvíta-Rússland

Það er því ljóst að ef Ísland kemst í gegnum umspilið þá munu Strákarnir okkar mæta Þjóðverjum í München í F-riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner