Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 30. nóvember 2023 10:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyingar hafna því að spila deildina með svipuðum hætti og Ísland
Úr leik í færeysku úrvalsdeildinni.
Úr leik í færeysku úrvalsdeildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færeyska úrvalsdeildin hefur verið að skoða breytingar á fyrirkomulagi á deildarkeppni hjá sér.

Nýverið var kosið um breytingu þar sem deildinni yrði skipt í tvennt, líkt og hefur verið gert hér á Íslandi undanfarin tvö tímabil.

Tíu lið eru í efstu deild í Færeyjum en hugmyndin var að skipta deildinni eftir 18 leiki þannig að efstu sex liðin færu í efri hlutann og neðri fjögur myndu berjast um fall.

Alls kusu 17 félög um breytinguna en aðeins þrjú félög kusu með henni, og var henni því hafnað.

Færeyska úrvalsdeildin er núna með þrefalda umferð og eru 27 leiki spilaðir. Tímabilið er frá mars fram í október, en það er spurning hvort það þurfi nokkuð að breyta einhverju.


Athugasemdir
banner
banner