Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   lau 30. nóvember 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ósammála VAR - „Markvörðurinn fór ekki á eftir boltanum“
Mynd: Getty Images
Russell Martin, stjóri Southampton, var ekki ánægður með að VAR hafi tekið mark af liðinu í leiknum gegn Brighton í gær.

Brighton og Southampton gerðu 1-1 jafntefli á AMEX-leikvanginum en gestirnir í Southampton hefðu getað tekið öll stigin ef ekki hefði verið fyrir umdeilda ákvörðun.

Nýliðarnir jöfnuðu metin nokkrum mínútum áður og voru komnir með smá meðbyr. Þá kom annað mark sem Cameron Archer gerði eftir fyrirgjöf frá vinstri.

Markið var hins vegar tekið af. Tveir leikmenn komu á ferðinni inn í teiginn. Adam Armstrong kom á nær, á meðan Archer fór á fjærstöngina. Boltinn fór í gegnum Armstrong og á Archer sem setti boltann í markið.

VAR tók sér tíma í að komast að niðurstöðu varðandi markið og var niðurstaðan sú að Armstrong hafði áhrif á möguleika Bart Verbruggen til að spila boltanum. Einnig var Armstrong í rangstöðu.

Martin hrósaði dómarateyminu en gagnrýndi samt ákvörðunina.

„Þetta var gott mark. Við fengum aðeins meiri skýrleika á þessa ákvörðun. Ég ber svo mikla virðingu fyrir dómurum og aðstoðardómurum, því ég veit hvað þetta getur verið erfitt inn á velli. Ég skil af hverju þeir myndu gefa markið í hita leiksins, en þess vegna er VAR þarna. Ég hefði skilið ef boltinn hefði farið á Adam eða var nógu nálægt markverðinum til að hann gæti tekið hann, en hann fór ekki á eftir boltanum.“

„Ef við erum með einhverja tækni fyrir rangstöðu, notið hana þá. Það er ekkert grátt svæði þegar það kemur að tækni. Annað hvort er þetta rangstaða eða ekki. Í kvöld var þetta ekki rangstaða. Ef þetta er gert í hita leiksins þá er auðveldara að sætta sig við þetta, en þegar þú þarft að bíða svona lengi og samt ákveða þeir þetta. Þetta hafði engin áhrif á markvörðinn,“
sagði Martin.

Sigur hefði gert mikið fyrir Southampton en staðan er sú að liðið er enn í botnsæti deildarinnar með aðeins 5 stig eftir þrettán leiki.
Athugasemdir
banner
banner