Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
banner
   lau 30. nóvember 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vinicius Junior leikmaður mánaðarins í La Liga
Mynd: EPA
Brasilíski vængmaðurinn Vinicius Junior er leikmaður nóvember í La Liga en þetta staðfesti deildin í gær.

Vinicius skoraði þrennu í sigri á Osasuna og lagði upp eitt mark gegn Leganes.

Madrídingurinn verður ekki með næstu vikur vegna meiðsla, en það hefur sýnt sig að hann er langmikilvægasti leikmaður liðsins.

Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann er valinn leikmaður mánaðarins en Robert Lewandowski, Raphinha og Lamine Yamal höfðu tekið verðlaunin fyrir ágúst, september og október.

Real Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona eftir fjórtán umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner