Brasilíski vængmaðurinn Vinicius Junior er leikmaður nóvember í La Liga en þetta staðfesti deildin í gær.
Vinicius skoraði þrennu í sigri á Osasuna og lagði upp eitt mark gegn Leganes.
Madrídingurinn verður ekki með næstu vikur vegna meiðsla, en það hefur sýnt sig að hann er langmikilvægasti leikmaður liðsins.
Þetta er í fyrsta sinn á tímabilinu sem hann er valinn leikmaður mánaðarins en Robert Lewandowski, Raphinha og Lamine Yamal höfðu tekið verðlaunin fyrir ágúst, september og október.
Real Madrid er fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona eftir fjórtán umferðir.
?????? Vinicius Jr has been voted as La Liga Player of the Month for November! pic.twitter.com/wZ82RDqj54
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 29, 2024
Athugasemdir