Newcastle blandar sér í baráttu við Man Utd og Chelsea um Delap - Man City veitir Liverpool samkeppni um Kerkez
   þri 31. janúar 2023 23:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Shelvey kominn til Forest (Staðfest)

Eins og kom fram fyrr í kvöld var Jonjo Shelvey mættur á St. James' Park í kvöld til að kveðja stuðningsmenn Newcastle en þessi þrítugi miðjumaður er genginn til liðs við Nottingham Forest.

Hann gerir tveggja og hálfs árs samning við Forest. Hann mun klæðast treyju númer sex.


Shelvey var í sjö ár hjá Newcastle þar sem hann spilaði rétt yfir 200 leiki.

„Það er heiður að vera hér. Um leið og ég vissi af áhuga frá Forest gat ég ekki beðið eftir því að mæta. Þetta er stórkostlegt félag með mikla sögu og ég hlakka til að byrja," sagði Shelvey við undirskriftina.


Athugasemdir
banner