Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 22:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: RÚV 
Bjarki hvetur skjólstæðinga sína til að taka á sig launalækkun
Vinna í því að slökkva elda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta hafa verið öðruvísi dagar. Við höfum verið í því að slökkva elda og sinna leikmönnum. Liðin eru að draga saman seglin, eðlilega og við viljum að leikmenn taki þátt í því með sínum liðum," segir Bjarki Gunnlaugsson, umboðsmaður hjá Stellar Nordic. RÚV ræddi við Bjarka í dag og spurði út í hvernig síðustu dagar hafi verið.

„Ég held að allir verði að taka á sig launalækkun og við hvetjum alla til að gera það og allir eru að gera það,"

„Allir eru að passa sitt og sjá til þess að vandamálið muni ekki breiðast út í langtíma vesen. Eina sem böggar mig í þessu er þegar lið eru að draga ógreidda bónus frá fyrri árum inn í þetta, ég hef ekki húmor fyrir því. Annars er þetta bara fullkomlega eðlilegt."


Bjarki segir einnig frá því að félagaskiptaglugginn muni frestast vegna ástandsins. Hann telur að nýr gluggi hefjist þegar tímabilið er búið.

Hann segir þá frá því að hann telji að leikmenn sem renni út á samning í sumar muni klára leiktíðina með sínum málum.

Viðtal Þorkels Gunnars Sigurbjörnssonar við Bjarka má sjá og hlusta á hér. Bjarki ræðir undir lokin um framtíðarhorfur á Íslandi og hvort að hlutirnir muni breytast hér á landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner