Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 31. mars 2020 10:35
Elvar Geir Magnússon
Líkja Messi við Che Guevara
Forsíða L'Équipe.
Forsíða L'Équipe.
Mynd: L'Équipe
Franska íþróttablaðið L'Equipe líkir Lionel Messi, leikmanni Barcelona, við byltingamanninn og frelsishetjuna Che Guevara á forsíðu dagsins.

Messi tilkynnti í gær að leikmannahópur Barcelona hefði tekið á sig 70% launalækkun svo annað starfsfólk félagsins fái óskert laun meðan kórónaveirufaraldurinn geysar.

Þá hefur Messi verið í deilum við æðstu menn Barcelona og óhræddur við að láta menn heyra það.

Sjá einnig:
Messi skýtur á stjórn Barcelona: Vorum settir undir smásjána

Che Guevara fæddist í Argentínu, líkt og Messi, og var einn áhrifamesti einstaklingur 20. aldarinnar.

Á forsíðunni er búið að útbúa mynd í gegnum myndvinnsluforrit þar sem andlit Messi er með hár og húfu Guevara.

Messi hefur sjálfur lýst yfir aðdáun sinni á Guevara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner