Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 31. mars 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Úrvalsdeildin sátt með VAR þrátt fyrir fullt af vafaatriðum
Mynd: Getty Images
Talsmenn ensku úrvalsdeildarinnar segja að stofnunin sé sátt með VAR, myndbandsdómgæsluna, þrátt fyrir mörg vafaatriði á fyrstu leiktíð þar sem tæknin er notuð.

Stofnunin segist vera langt á undan Ítalíu, Spáni og MLS í notkun á þessari tækni.

Myndbandsdómgæsla kom til sögunnar í úrvalsdeildinni í fyrsta sinn þegar deildin hófst síðasta haust. en mörg vafaatriði hafa komið upp og niðurstöður sem hafa farið í taugarnar á stuðningsmönnum, sérfræðingum, leikmönnum og stjórum þegar kemur að notkun tækninnar.

VAR var kynnt til sögunnar haustið 2016 á Ítalíu, vorið 2017 í Bandaríkjunum og haustið 2018 á Spáni. Ráðamenn á Englandi segja sína deild vera langt á undan þessum þremur deildum þegar kemur að samanburði við fyrstu tilrauna þeirra við notkun tækninnar.

Heimildarmaður the Sun sem kemur frá úrvalsdeildinni segir frá því að það verði mistök á leiðinni í fyrstu prófun og sú sé niðurstaðan.

,Ef þetta er borið saman við Ítalíu, Spán og MLS á þeirra fyrstu tímabilum þá erum við komin mun lengra. Okkar dómarar hafa gert færri mistök en dómarar í þeim deildum."

Mestur hefur pirringurinn út í VAR verið vegna misræmi í ákvörðunum og lítill vilji til að skipta um skoðun þegar kemur að stórum ákvörðunum. Of mikil einbeiting sé á tæpum rangstöðudómum og áhorfendur fá að vita of lítið á vellinum á meðan ákvörðun er tekin.


Athugasemdir
banner
banner
banner