Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 31. mars 2020 12:34
Elvar Geir Magnússon
Verðmæti Pogba hefur hrapað gríðarlega
Verðmæti franska miðjumannsins Paul Pogba hjá Manchester United hefur hrapað vegna kórónaveirunnar.

Framtíð hans er í óvissu og hann reglulega orðaður við Real Madrid og Juventus.

Sagt er að Manchester United vilji fá yfir 100 milljónir punda fyrir Pogba en það er langt yfir verðmæti hans samkvæmt útreikningum CIES Football Observatory.

CIES segir í skýrslu sinni að verðmæti hans sé nær 58 milljónum punda og ef lítill spiltími síðustu mánuði og samningslengd er tekin með inn í formúluna sé verðmætið nær 31 milljón punda.

Pogba hefur verið á meiðslalistanum síðan um jólin.

Ljóst er að verðið á fótboltamönnum mun hrapa á komandi mánuðum vegna kórónaveirufaraldursins.
Athugasemdir
banner
banner