Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mið 31. mars 2021 16:26
Elvar Geir Magnússon
Fimm skiptingar á EM
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lið mega gera fimm skiptingar á Evrópumótinu í sumar.

UEFA hefur tilkynnt þetta en úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í október verður með sömu reglum.

Fimm skiptingar eru leyfðar til að dreifa álaginu á leikmenn á tímum heimsfaraldursins.

Enska úrvalsdeildin er eina toppdeildin í Evrópu sem ekki leyfir fimm skiptingar á þessu tímabili. Fimm skiptingar voru leyfðar í Pepsi Max-deildinni í fyrra og verða aftur leyfðar í sumar.
Athugasemdir