Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 31. mars 2021 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnst þægilegast að vera í miðverði - Voru njósnarar að fylgjast með?
Icelandair
Róbert fagnar marki með Breiðablik á undirbúningstímabilinu.
Róbert fagnar marki með Breiðablik á undirbúningstímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Róbert Orri Þorkelsson spilaði tvo af þremur leikjum Íslands í riðlakeppni U21 Evrópumótsins.

Róbert þykir mjög efnilegur og hefur hann verið orðaður við félög á Norðurlöndum. Hann býst við að byrja alla vega Pepsi Max-deildina með Breiðablik.

„Mér finnst þægilegast að spila í miðverði og býst við að spila meira þar í framtíðinni," sagði Róbert eftir tap gegn Frakklandi í lokaleik Evrópumótsins, en hann getur leyst bæði stöðu miðvarðar og vinstri bakvarðar.

„Ég veit ekki betur en að ég byrji mótið með Breiðablik og þannig er staðan."

Hann var spurður út í það hvort hann vissi til þess að einhverjir njósnarar hefðu fylgst með honum á mótinu.

„Það er erfitt að segja. Ég get ekki sagt að ég viti það en ég myndi búast við því miðað við sem ég hef heyrt," sagði Róbert.
Athugasemdir
banner
banner