Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 31. mars 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Raiola sammála Zlatan: Íþróttir og pólitík eiga ekki saman
Mino Raiola og Zlatan Ibrahimovic
Mino Raiola og Zlatan Ibrahimovic
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic er fastur á þeirri skoðun að íþróttamenn eigi ekki að tjá sig um pólitík og eigi frekar að einbeita sér að íþróttunum en hann hefur síðustu vikur verið að deila við bandarísku körfuboltastjörnuna LeBron James. Ítalski umboðsmaðurinn Mino Raiola er sammála Zlatan.

Það hefur farið í taugarnar á Zlatan að LeBron nýti sér samfélagsmiðla til þess að breyta samfélaginu og viðra þar pólitískar skoðanir.

Zlatan sagði honum að halda sig við körfuboltann og einbeita sér að því sem hann hefur atvinnu af en LeBron svaraði fyrir sig og vill hann halda áfram að reyna berjast fyrir jafnrétti.

Raiola er hins vegar sammála Zlatan og finnst það ekki eiga við að blanda íþróttamönnum eða pressa á atvinnumenn að berjast fyrir mannréttindum.

Það hefur þegar komið í fréttum að norska landsliðið íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í Katar. Hátt í 6500 verkamenn hafa dáið við að byggja leikvanga fyrir mótið og hafa leikmenn og þjálfarar lýst yfir miklum áhyggjum yfir þessum mannréttindabrotum.

„Zlatan er sannfærður um að íþróttir og pólitík eigi ekki saman og hann vill ekki vera partur af því. Það er rétt hjá honum. Ég er ekki sammála því að það eigi að pressa á leikmenn að fordæma HM í Katar eða koma með yfirlýsingu varðandi stöðuna þar," sagði Raiola.

„Það voru ekki leikmennirnir sem kusu að mótið yrði haldið í Katar. Þeir eru ekki hluti af FIFA, þannig af hverju eiga þeir að koma með yfirlýsingu þegar leikmenn eiga bara að reyna að gera sitt besta til að spila á hæsta stigi sem er heimsmeistaramótið," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner