„Við vissum fyrir leikinn að Selfoss er með mjög gott lið, mjög góða leikmenn og góða liðsheild," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir 2-1 sigur á Selfyssingum í kvöld.
Selfyssingar veittu FH-ingum hörkusamkeppni og Heimir segist ekki hafa verið rólegur í síðari hálfleiknum.
„Maður var ekki í rónni. Þeir voru að beita löngum boltum sem við náðum að ráða við."
Selfyssingar veittu FH-ingum hörkusamkeppni og Heimir segist ekki hafa verið rólegur í síðari hálfleiknum.
„Maður var ekki í rónni. Þeir voru að beita löngum boltum sem við náðum að ráða við."
Lestu um leikinn: FH 2 - 1 Selfoss
Líkt og gegn KR í síðasta leik þá var FH með fjögurra manna vörn eftir að hafa spilað í þriggja manna vörn hingað til í sumar. Er fjögurra manna vörnin komin til að vera?
„Alls ekki. Það er bara eitt og annað sem við þurfum að laga í okkar leik. Við þurfum að fara í ákveðna grunnvinnu og við kunnum það betur í þessu leikkerfi en hinu."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir






















