Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 31. maí 2022 11:15
Brynjar Ingi Erluson
Sky: Oxlade-Chamberlain fer frá Liverpool í sumar
Alexander Oxlade-Chamberlain fer í sumar
Alexander Oxlade-Chamberlain fer í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enski miðjumaðurinn Alexander Oxlade-Chamberlain mun yfirgefa Liverpool í sumar. Fréttastofa Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Liverpool keypti Oxlade-Chamberlain frá Arsenal fyrir fimm árum fyrir 40 milljónir punda.

Hann hefur aldrei náð að festa sig í sessi í byrjunarliði liðsins og hafa auðvitað meiðsli haft einhver áhrif en síðustu tvö tímabil hefur hann verið í algeru aukahlutverki.

Englendingurinn spilaði 29 leiki á síðasta tímabili en það var oftast af bekknum.

Hann er samningsbundinn Liverpool til 2023 en samkvæmt Sky þá mun hann yfirgefa félagið í sumar ásamt þeim Divock Origi og Sadio Mané.

Á þessum fimm árum hefur hann spilað 133 leiki og skorað 17 mörk og unnið allt sem hægt er að vinna hjá félagsliði.
Athugasemdir
banner
banner
banner