Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 31. júlí 2021 16:50
Brynjar Ingi Erluson
Samherji Alberts á leið til Mónakó
Myron Boadu
Myron Boadu
Mynd: Getty Images
Hollenski framherjinn Myron Boadu er að ganga til liðs við Mónakó frá AZ Alkmaar. Fabrizio Romano, einn helsti sérfræðingurinn á leikmannamarkaðnum, greinir frá þessu.

Þessi 20 ára gamli sóknarmaður er uppalinn hjá AZ og hefur skorað 38 mörk í 88 leikjum fyrir félagið.

Hann hefur verið einn heitasti framherjinn í Hollandi og er nú á leið í frönsku deildina.

Mónakó hefur náð samkomulagi við AZ um kaupverð og verður gengið frá samningum um helgina áður en hann verður kynntur sem nýr leikmaður félagsins.

Félagið hefur verið í leit að framherja síðan Stevan Jovetic skipti yfir í Herthu Berlín á dögunum á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner
banner
banner