Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 31. júlí 2022 17:02
Brynjar Ingi Erluson
Kom inná fyrir Ronaldo og skoraði í síðasta leik undirbúningstímabilsins
Cristiano Ronaldo í leiknum í dag
Cristiano Ronaldo í leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Portúgalski sóknarmaðurinn Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United sem gerði 1-1 jafntefli við Rayo Vallecano í síðasta leik liðsins á undirbúningstímabilinu.

Ronaldo hefur ekkert spilað með United á undirbúningstímabilinu en félagið gaf það út að hann væri frá vegna fjölskylduástæðna. Hann hefur reynt að komast frá félaginu í þessum glugga en þarf auðvitað að standa við gerða samninga og mætti því aftur til félagsins í síðustu viku.

Hann byrjaði leikinn gegn Rayo í dag en var skipt af velli í hálfleik fyrir Amad Diallo, sem skoraði eftir að hafa verið inná í einungis rúmar tvær mínútur.

Alex Telles átti skot sem markvörður Rayo varði út í teiginn á Diallo sem potaði honum í netið. Alvaro Garcia jafnaði fyrir Rayo stuttu síðar.

Þetta var síðasti leikur United á undirbúningstímabilinu en liðið hefur leik í ensku úrvalsdeildinni næstu helgi. Liðið mætir Brighton á Old Trafford.
Athugasemdir
banner
banner
banner