Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 31. júlí 2024 09:52
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
Gaf rautt spjald en dró það svo til baka - „Eitthvað illa fyrir kallaður greyið“
Guðmundur Páll Friðbertsson dómari.
Guðmundur Páll Friðbertsson dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það var „loose cannon“ á flautunni," sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna, eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Tindastóli á Sauðárkróki í gær.

Jóhann er ósáttur við dómgæsluna í leiknum og segir að engin lína hafi verið á ákvörðunum Guðmundar Páls Friðbertssonar sem dæmdi leikinn.

Lestu um leikinn: Tindastóll 3 -  3 Þór/KA

Eftir leikinn fór Jóhann Kristinn að dómaranum og eftir einhver samskipti milli þeirra fékk hann að líta rauða spjaldið. Athygli vekur hinsvegar að spjaldið er skráð sem gult spjald á skýrslunni.

„Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið," sagði Jóhann í viðtali við Vísi.

Bogi Sigurbjörnsson skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net og gaf Guðmundi dómara falleinkunn eða 2 í einkunn.

„Stólar fengu víti í uppbótartíma eftir að boltinn átti að fara í hendina á varnarmanni Þórs/KA en það var kolvitlaust og boltinn fór aldrei í hendina á henni," skrifaði Bogi og segir að varnarmaður Þórs/KA hefði að auki átt að fá rautt spjald í upphafi seinni hálfleiks en hún slapp með gult.
Athugasemdir
banner
banner
banner