Athletic Bilbao vill halda Nico Williams, einni af skærustu stjörnum Evrópumótsins. Hann hefur verið orðaður við stórliðin Barcelona og Paris Saint-Germain.
Diario AS segir að Bilbæingar hafi ekki lengur áhyggjur af tilraunum Börsunga. Þeir telja að Barcelona sé ekki lengur að reyna að fá þennan 22 ára kantmann.
Diario AS segir að Bilbæingar hafi ekki lengur áhyggjur af tilraunum Börsunga. Þeir telja að Barcelona sé ekki lengur að reyna að fá þennan 22 ára kantmann.
Eftir að félögin höfðu verið í samræðum þá hefur ekkert heyrst frá Barcelona í nokkurn tíma. Nú er bara spurningin hvort PSG nýti sér riftunarákvæði í samningi Williams.
Sagt er að leikmaðurinn vilji vera áfram í spænska boltanum og það minnkar vonir franska stórliðsins. Athletic býst við Williams til baka á æfingar í ágúst.
Athugasemdir