Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   þri 31. ágúst 2021 20:07
Victor Pálsson
Carlos Vinicius til PSV (Staðfest)
Framherjinn Carlos Vinicius er kominn til PSV Eindhoven í Hollandi á láni frá Benfica.

Enskir knattspyrnuáhugamenn kannast við Vinicius sem lék með Tottenham á síðustu leiktíð.

Þar fékk leikmaðurinn fá tækifæri og tók alls þátt í níu deildarleikjum og skoraði eitt mark.

Tottenham ákvað að fá leikmanninn ekki endanlega og mun hann nú leika í hollensku úrvalsdeildinni.

Vinicicus skrifaði undir tveggja ára lánssamning og er svo kaupanlegur eftir það.

Athugasemdir
banner