Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 31. ágúst 2021 15:59
Brynjar Ingi Erluson
„Ég er allt annar leikmaður í dag"
Daniel James fær loks að spila á Elland Road
Daniel James fær loks að spila á Elland Road
Mynd: Heimasíða Leeds
Myndin sem var tekin af James þegar hann var nálægt því að ganga í raðir félagsins árið 2019.
Myndin sem var tekin af James þegar hann var nálægt því að ganga í raðir félagsins árið 2019.
Mynd: Heimasíða Leeds
Velski kantmaðurinn Daniel James segist hafa tekið rétta ákvörðun fyrir ferilinn er hann skrifaði undir fimm ára samning við Leeds United í dag.

James var nálægt því að ganga í raðir Leeds undir lok gluggans í janúar 2019.

Hann var þá á mála hjá Swansea. James var búinn að gera samning við félagið, fara í myndatöku og gangast undir læknisskoðun en Swansea heimilaði ekki kaupin fyrir lok gluggans.

Þetta kom allt fram í heimildarþáttum um Leeds á Amazon en nú er hann loksins mættur til Leeds.

„Þetta er hárrétt ákvörðun fyrir mig og knattspyrnuferilinn. Ég átti ótrúlega góða tíma hjá Manchester United. Ég eignaðist frábæra vini og starfsliðið og stuðningsmenn félagsins voru mér góðir en nú er tími til að huga að ferlinum. Ég hlakka til," sagði James.

„ Ég er allt annar leikmaður. Ég hefði kannski spilað hálft tímabil síðast þegar ég var nálægt því að semja hér. Ég er núna kominn með leiki á hæsta stigi og veit ég get komið með eitthvað inn í þetta lið."

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, vildi ólmur fá James til félagsins árið 2019 og nú gekk það eftir.

„Hann er magnaður stjóri sem er virtur um allan heim. Hann er ein helsta ástæðan fyrir því að ég er hér í dag en þó honum líki vel við mig þýðir ekki að ég spila í hverri viku."

Hann getur ekki beðið eftir að sýna sig á Elland Road.

„Ég get ekki beðið eftir því og hef ekki hugsað um annað síðustu daga. Síðast þegar ég var hérna með Swansea þá fögnuðu stuðningsmenn mér og ég var ekki einu sinni að spila fyrir félagið," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner