Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 31. ágúst 2021 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrstu myndirnar af Ronaldo í búningi Man Utd
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo var í síðustu viku aftur keyptur til Manchester United eftir að hafa yfirgefið félagið 2009.

Ronaldo, sem er einn besti fótboltamaður allra tíma, hefur undanfarin ár spilað með Juventus á Ítalíu og Real Madrid á Spáni.

Hann sló í gegn með Man Utd frá 2003 til 2009 og ákvað félagið að kaupa hann aftur - þegar það tækifæri bauðst - í síðustu viku fyrir 28 milljónir evra.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Ballon d’Or gullknöttinn og er með yfir 30 stóra titla á ferilskrá sinni. Þar á meðal eru fimm sigrar í Meistaradeild Evrópu, fjórir heimsmeistaratitlar félagsliða, sjö deildarmeistaratitlar á Englandi, Spáni og Ítalíu, og Evrópumeistaratititill með Portúgal.

Hér að neðan má sjá fyrstu myndirnar af Ronaldo í búningi Manchester United frá því skiptin gengu í gegn.

Ekki hefur enn komið fram hvaða treyjunúmer Ronaldo mun fá hjá Man Utd.


Athugasemdir
banner
banner
banner