Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 31. ágúst 2022 20:32
Brynjar Ingi Erluson
England: Nýliðarnir áttu ekki séns á Etihad - Fimmti sigur Arsenal
Erling Braut Haaland er á eldi
Erling Braut Haaland er á eldi
Mynd: EPA
Arsenal vann fimmta leik sinn í röð
Arsenal vann fimmta leik sinn í röð
Mynd: EPA
Gabriel Jesus skoraði fyrir Arsenal
Gabriel Jesus skoraði fyrir Arsenal
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum kvöldsins í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar er lokið. Erling Braut Haaland skoraði þrennu í 6-0 sigri Manchester City á Nottingham Forest á meðan Arsenal lagði Aston Villa, 2-1, á Emirates-leikvanginum.

Aston Villa þurfti að berjast fyrir lífi sínu í fyrri hálfleiknum gegn Arsenal. Emiliano Martinez, markvörður Villa, varði oft á köflum stórkostlega og hélt hann vonum liðsins á lífi.

Markið kom á endanum. Gabriel Jesus gerði það á 30. mínútu eftir fyrirgjöf Granit Xhaka sem fór af Ezri Konsa. Jesus var þar fyrstur til að átta sig og kom boltanum í netið.

Matty Cash bjargaði á línu frá Bukayo Saka undir lok fyrri hálfleiksins og þá átti Martinez eina af vörslum tímabilsins er Gabriel Martinelli átti hörkuskot sem var örugglega á leið inn en Martinez sá við honum og kom þar í veg fyrir annað mark Arsenal.

Arsenal hélt áfram að sækja í þeim síðari áður en Villa nýtti sér góðan kafla. Douglas Luiz, sem skoraði beint úr hornspyrnu í enska bikarnum, gerði það aftur gegn Arsenal í dag og jafnaði metin þegar fimmtán mínútur voru eftir. Aaron Ramsdale fór út úr markinu og stóð Ollie Watkins fyrir honum. Luiz tók hornspyrnuna og rataði hún í netið. Leikmenn Arsenal vildu fá brot á Villa í teignum en VAR sagði markið gott og gilt.

Heimamenn svöruðu því vel. Martinelli keyrði fram í sókn, færði boltann út hægra megin. Bukayo Saka kom boltanum aftur fyrir og á Martinelli sem skoraði með laglegu skoti.

Lokatölur 2-1 fyrir Arsenal sem er með fullt hús stiga eftir fimm leiki og situr á toppnum en Villa hefur tapað síðustu fjórum leikjum sínum eftir að hafa unnið í fyrstu umferð.

Haaland skoraði þrennu annan leikinn í röð

Manchester City slátraði Nottingham Forest, 6-0, á Etihad-leikvanginum.

Það var aðeins tímaspursmál hvenær fyrsta markið mynda líta dagsins ljós. Það var auðvitað Erling Braut Haaland sem gerði það eftir fyrirgjöf frá Phil Foden. Haaland bætti við öðru ellefu mínútum síðar.

Dean Henderson gaf boltann frá sér á Bernardo Silva sem fann Foden. Hann var kominn í góða stöðu er Neco Williams mætti og tæklaði boltann í áttina að Haaland sem tvöfaldaði forystu Man City.

Haaland fullkomnaði þrennu sína á 38. mínútu með skalla eftir gott skallatennis inn í teignum. Önnur þrennan í röð.

Joao Cancelo skoraði fjórða markið á 50. mínútu með góðu skoti af 25 metra færi. Argentínski framherjinn Julian Álvarez gerði síðan tvö mörk til viðbótar. Fyrsta markið eftir glæsilega sendingu frá Riyad Mahrez og þá gerði hann sjötta og síðasta mark leiksins þremur mínútum fyrir leikslok.

Lokatölur 6-0 og Man City með 13 stig eftir fyrstu fimm leikina og í þokkalega góðum málum. Forest er í 14. sæti með 4 stig.

Bournemouth, sem tapaði 9-0 í síðustu umferð, gerði betur í kvöld og náði markalausu jafntefli við Wolves á heimavelli.

Úrslit og markaskorarar:

Bournemouth 0 - 0 Wolves

Arsenal 2 - 1 Aston Villa
1-0 Gabriel Jesus ('30 )
1-1 Douglas Luiz ('74 )
2-1 Gabriel Martinelli ('77 )

Manchester City 5 - 0 Nott. Forest
1-0 Erling Haland ('12 )
2-0 Erling Haland ('23 )
3-0 Erling Haland ('38 )
4-0 Joao Cancelo ('50 )
5-0 Julian Alvarez ('65 )
Athugasemdir
banner
banner