Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 31. ágúst 2022 14:47
Elvar Geir Magnússon
Gluggalok nálgast - Átján leikmenn sem kastljósið beinist að
Joao Pedro, leikmaður Watford.
Joao Pedro, leikmaður Watford.
Mynd: Getty Images
Billy Gilmour, miðjumaður Chelsea.
Billy Gilmour, miðjumaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Wilfried Zaha, sóknarleikmaður Crystal Palace.
Wilfried Zaha, sóknarleikmaður Crystal Palace.
Mynd: EPA
Youri Tielemans, miðjumaður Leicester.
Youri Tielemans, miðjumaður Leicester.
Mynd: Getty Images
Annað kvöld klukkan 22:00 mun félagaskiptaglugganum vera lokað. Já, Gluggadagurinn er á morgun, fimmtudag. Daily Mail tók saman 18 nöfn sem gætu fært sig um set áður en glugganum verður skellt í lás.

Joao Pedro - Everton vill bæta við kostum í sóknarleikinn og horfir til Pedro, leikmanns Watford, sem þegar hefur skorað tvö mörki í Championshipship-deildinni.

Josko Gvardiol - Miðvörður RB Leipzig sem hefur verið sterklega orðaður við Chelsea. Ef samningar nást verður Gvardiol lánaður aftur til Leipzig út tímabilið.

Ben Brereton Diaz - Þessi 23 ára leikmaður skoraði 22 mörk fyrir Blackburn í Championship-deildinni 2021-22 og hefur þegar skorað tvö á þessu tímabili. Hann er á lokaári samnings síns á Ewood Park og Celta Vigo og Nice hafa áhuga á að fá hann. Everton og Fulham gætu einnig gert tilboð.

Billy Gilmour - Skoski miðjumaðurinn ungi virðist vera að færast nær Brighton en hann er ekki í myndinni hjá Chelsea. Brighton vill kaupa Gilmour og styrkja miðsvæði sitt.

Pierre-Emerick Aubameyang - Chelsea þarf sóknarmann og vinnur hörðum höndum að því að fá Aubameyang. Fyrst þarf að ná samkomulagi við Barcelona sem vill selja leikmanninn.

James Garner - Hefur færst aftar í goggunarröðinni hjá Manchester United. Garner var frábær á miðju Nottingham Forest á láni á síðasta tímabili og Everton vill fá hann í sínar raðir. Everton virðist vera að vinna baráttuna um hann.

Hakim Ziyech - Spilaði sinn fyrsta byrjunarliðsleik á tímabilinu þegar Chelsea tapaði fyrir Southampton í gær. Ajax vill fá hann afgtur í sínar raðir en fyrr í sumar var hann orðaður við Manchester United og AC Milan.

Wilfried Zaha - Algjör lykilmaður hjá Crystal Palace og skoraði frábært mark gegn Brentford í gær. Fílabeinsstrendingurinn hefur verið orðaður við Chelsea og Arsenal. Patrick Vieira segir að Zaha sé ekki á förum fyrir gluggalok en bíðum og sjáum.

Douglas Luiz - Er á lokaári samnings síns hjá Aston Villa. Hann hefur í sumar verið orðaður við Arsenal, Chelsea og Atletico Madrid en nýr samningur við Villa er ekki talinn útilokaður.

Conor Gallagher - Crystal Palace vill fá Gallagher eftir vel heppnaða lánsdvöl á síðasta tímabili. Ljóst er að Chelsea þarf að taka ákvörðun varðandi leikmanninn en mörg félög horfa löngunaraugum til hans.

Samuel Chukwueze - Everton hefur áhuga á þessum 23 ára vængmanni Villarreal en samningur hans er til 2024.

Youri Tielemans - Newcastle vill fá inn miðjumann í glugganum. Gætu þeir gert Leicester tilboð í Tielemans? Þessi 25 ára Belgi hefur verið orðaður við Arsenal í sumar.

Neymar - Chelsea hefur sýnt þessari stjörnu PSG áhuga en það eru margar hindranir á veginum.

Craig Dawson - Fjölmörg félög, þar á meðal Wolves, Aston Villa og Leicester, hafa sýnt miðverði West Ham áhuga. Hann á ekki lengur fast sæti í vörn David Moyes.

Jeremie Boga - Leicester vill fá vængmanninn Boga aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur spilað á Ítalíu síðan 2018, fyrst með Sassuolo og nú Atalanta.

Ainsley Maitland-Niles - Náði ekki að sýna sig og sanna á láni hjá Roma á síðasta tímabili. Er ekki í myndinni hjá Arsenal en Southampton, West Ham, Everton og Nottingham Forest hafa sýnt honum áhuga.

Daniel James - Tottenham hefur áhuga á að fá Dan James frá Leeds. Antonio Conte vill fá vængmann í stað Bryan Gil sem er að fara til Valencia á láni.

Idrissa Gana Gueye - Seinna í dag mun Everton væntanlega ganga frá endurkomu hins 32 ára Gueye. Hann spilaði á Goodison Park 2016-2019 áður en hann gekk í raðir PSG.
Athugasemdir
banner
banner
banner