Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   mið 18. júní 2025 11:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sterkust í 9. umferð - Sá ekki boltann í eina sekúndu
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (Stjarnan)
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörður Stjörnunnar.
Markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, skilaði lykilframmistöðu þegar Garðabæjarfélagið vann óvæntan sigur á Þrótti í Bestu deild kvenna.

Auður er þar af leiðandi sterkasti leikmaður 9. umferðar í boði Steypustöðvarinnar.

„Auður var frábær í dag. Greip vel í fyrirgjafir og átti eina stórkostlega markvörslu í síðari hálfleik, hélt markinu hreinu og átti stóran þátt í þessum sigri," skrifaði Anton Freyr Jónsson í skýrslu sinni frá leiknum.

Það var þessi markvarsla í síðari hálfleiknum sem var algjört lykilatriði fyrir Stjörnuna í leiknum.

„Ég er mjög ánægð þetta. Ég sá ekki boltann í eina sekúndu, þökk sé Rajko (Stanisic, markvarðarþjálfara Stjörnunnar) er ég orðin fín í snöggum viðbrögðum uppi. Boltinn birtist allt í einu upp og maður þurfti bara að hoppa og teygja sig í hann," sagði Auður um vörsluna við Fótbolta.net eftir leikinn.

„Mér líður ógeðslega vel. Við töluðum um að það væru tveir leikir og síðan pása, og við ætluðum bara að klára tankinn og gera þetta saman. Við gerðum það svo sannarlega í dag," sagði Auður jafnframt um leikinn.

Vera Varis byrjaði tímabilið í markinu hjá Stjörnunni en eftir skrautlega byrjun hennar hefur Auður verið í markinu í síðustu leikjum og staðið sig vel.

Sterkastar í síðustu umferðum:
1. umferð - Samantha Smith (Breiðablik)
2. umferð - Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
3. umferð - Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
4. umferð - Alda Ólafsdóttir (Fram)
5. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
6. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
7. umferð - Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
8. umferð - Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
Uppbótartíminn - EM hópurinn og þrjú lið jöfn á toppnum
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 10 8 1 1 40 - 7 +33 25
2.    Þróttur R. 10 8 1 1 23 - 8 +15 25
3.    FH 10 7 1 2 23 - 11 +12 22
4.    Þór/KA 10 6 0 4 19 - 16 +3 18
5.    Fram 10 5 0 5 14 - 21 -7 15
6.    Valur 10 3 3 4 12 - 14 -2 12
7.    Stjarnan 10 4 0 6 11 - 22 -11 12
8.    Tindastóll 10 3 1 6 15 - 20 -5 10
9.    Víkingur R. 10 2 1 7 16 - 26 -10 7
10.    FHL 10 0 0 10 4 - 32 -28 0
Athugasemdir