Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 31. október 2020 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Yfirlýsing frá Val: Hvetjum landsmenn til að standa saman
Harma að samkoman hafi farið fram
Mynd: Hulda Margrét
Árni Pétur Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er búinn að gefa út yfirlýsingu fyrir hönd Vals er varðar fögnuð liðsins í gær eftir að tilkynnt var að Íslandsmótið væri blásið af vegna Covid.

Valur var með átta stiga forystu á toppi Pepsi Max-deildarinnar og fær því verðskuldaðan Íslandsmeistaratitil. Leikmenn liðsins fögnuðu dátt og virtu samkomureglur vegna Covid um leið að vettugi. Myndir og myndbönd birtust á samfélagsmiðlum og hefur félagið verið gagnrýnt fyrir þessa hegðun leikmanna.

Árni Pétur styður hana þó ekki og harmar hvernig fór. Hann hvetur ennfremur alla landsmenn til að fara ekki að fordæmi leikmanna Vals, heldur þess í stað standa saman við að ná fullri stjórn á veirunni.

Yfirlýsingin í heild sinni:
Knattspyrnufélagið Valur vill biðjast afsökunar á þeim fögnuði sem fram fór í húsakynnum Vals í kjölfar frétta um að karlalið Vals hefði orðið Íslandsmeistarar 2020. Fögnuðurinn var ekki í anda Vals né í samræmi við tilmæli yfirvalda.

Valur ber fulla ábyrgð á þessari samkomu og harmar að hún hafi farið fram. Knattspyrnufélagið Valur hefur yfirfarið verkferla sína í kjölfarið til að tryggja að unnið sé í einu og öllu eftir tilmælum sóttvarnalæknis og yfirvalda.

Þá vill Knattspyrnufélagið Valur nýta þetta tækifæri og óska kvennaliði Breiðabliks til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn.

Við viljum hvetja alla landsmenn til að standa saman við að ná fullri stjórn á Covid veirunni svo líf okkar allra geti orðið eðlilegra að nýju og landsmenn geti á ný farið að stunda skipulagðar íþróttir, öllum til heilla.


Sjá einnig:
Víðir Reynis: Virkilega leiðinlegt að sjá svona hjá fyrirmyndarliði
Haukur Páll: Við áttum að vita betur
Valsmenn gagnrýndir fyrir fögnuð í gærkvöldi
Athugasemdir
banner
banner