lau 31. október 2020 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: mbl 
Víðir Reynis: Virkilega leiðinlegt að sjá svona hjá fyrirmyndarliði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mbl náði tali af Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, og spurði hann út í fögnuð Valsmanna í gærkvöldi.

Valsmenn hafa fengið mikla gagnrýni eftir að myndir og myndbrot af fagnaðarlátum þeirra í gær voru birt á netmiðlum. Víðir segir málið valda sér vonbrigðum og að lögreglan sé með það til skoðunar hvort eitthvað verði aðhafst í málinu.

„Fyrstu viðbrögð eru bara von­brigði. Það er virkilega leiðinlegt að sjá svona hjá fyrirmyndarliði eins og Val­. Ég frétti bara af þessu núna í morgun og við höfum verið að skoða þessi myndbönd og svona. Ég get ekki sagt til um það núna hvort eitthvað verði gert, þetta er bara til skoðunar," sagði Víðir við mbl.is.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók í svipaða strengi og sagði hegðun Íslandsmeistaranna valda miklum vonbrigðum.

Sjá einnig:
Valsmenn gagnrýndir fyrir fögnuð í gærkvöldi
Haukur Páll: Við áttum að vita betur
Athugasemdir
banner
banner