Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. apríl 2019 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso: 3. sæti
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. Keflavík 193 stig
4. Víkingur Ó. 184 stig
5. Þróttur R. 133 stig
6. Fram 121 stig
7. Leiknir R. 120 stig
8. Haukar 108 stig
9. Grótta 104 stig
10. Njarðvík 78 stig
11. Afturelding 65 stig
12. Magni 27 stig

3. Keflavík
Lokastaða í fyrra: Tímabilið í fyrra vilja Keflvíkingar sennilega gleyma sem allra allra fyrst. Liðið kolféll úr Pepsi-deildinni en liðið náði ekki í einn sigur og aðeins fjögur jafntefli sem nýliðar í Pepsi-deildinni.

Þjálfarinn: Eysteinn Húni Hauksson kláraði tímabilið með Keflavík í fyrra og hann heldur áfram með liðið í Inkasso-deildinni í ár. Þeir fengu til sín Milan Stefán Jankovic inn í þjálfarateymið frá Grindavík.

Styrkleikar: Eru sennilega með einn besta markvörð deildarinnar og vörnin þeirra ætti að geta staðið af sér sóknarmenn andstæðingana. Þeir eru síðan með spræka stráka fram á við og einn Fufura fram á við sem getur haldið bolta og skorað mörk í þessari deild.

Veikleikar: Það gæti reynst Keflvíkingum erfitt að koma sér á flug eftir hryllinginn sem átti sér stað í Pepsi deildinni í fyrra. Liðið er ungt og það verður áhugavert að sjá hvernig þeir höndla það að lenda í mótlæti í sumar. Margir leikmenn eru með litla reynslu og miklar breytingar urðu á liðinu frá síðasta sumri.

Lykilmenn: Ísak Óli Ólafsson, Frans Elvarsson, Elton Renato Barros

Gaman að fylgjast með: Adolf Bitegeko. Miðjumaður fæddur árið 1999 sem kemur frá Tansaníu. Hann gekk í raðir KR fyrir síðasta sumar en KR ákvað að lána hann til Keflavíkur fyrir sumarið. Það verður fróðlegt að sjá hann í Inkasso-deildinni í sumar.

Komnir:
Dagur Ingi Valsson frá Leikni F.
Elton Renato Livramento Barros frá Haukum
Jóhann Arnarsson frá FH
Kristófer Páll Viðarsson frá Selfossi
Magnús Þór Magnússon frá Njarðvík
Adolf Bitegeko frá KR (á láni)

Farnir:
Aron Freyr Róbertsson í Hauka
Aron Kári Aðalsteinsson í Breiðablik (var á láni)
Atli Geir Gunnarsson í Njarðvík
Ágúst Leó Björnsson í ÍBV (var á láni)
Dagur Dan Þórhallsson í Mjøndalen (á láni)
Einar Orri Einarsson í Kórdrengi
Helgi Þór Jónsson í Víði
Hólmar Örn Rúnarsson í Víði
Ivan Aleksic í KR (var á láni)
Jeppe Hansen
Jonathan Faerber
Juraj Grizelj til Króatíu
Lasse Rise
Leonard Sigurðsson í Fylki
Marko Nikolic
Sigurbergur Elísson í Reyni S.

Fyrstu þrír leikir Keflavíkur
5. maí Keflavík – Fram
11. maí Magni – Keflavík
17. maí Keflavík - Afturelding
Athugasemdir
banner
banner
banner