
,,Ég held ég hafi aldrei á ævi minni verið svona stressaður á nokkum einasta fótboltaleik og þetta var rosalega erfitt," sagði Bjarni Guðjónsson fyrirliði KR eftir 2-0 sigur liðsins á Þór í úrslitum Valitor-bikarsins í dag.
Bjarni gat ekki spilað leikinn vegna meiðsla á kálfa en það kom í ljós í upphitun að hann yrði ekki með.
,,Þetta var eins og spark í punginn," sagði Bjarni um vonbrigðin að missa af leiknum.
,,Ég meiddist á æfingu á fimmtudaginn og æfði ekkert í gær. Ég hélt í kæmist í gegnum þetta í upphituninni en kálfinn versnaði alltaf og það var vonlaust að vera með."
,,Ég reyndi eins og ég gat en þetta versnaði og ég er í raun og veru mjög slæmur. Ég fer í stífa meðferð núna út vikuna og vona að ég verði með á fimmtudaginn."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.