Newcastle býr sig undir nýtt tilboð frá Liverpool - Úlfarnir vilja Strand Larsen - Everton hefur áhuga á Ake
Grétar Guðjohnsen: Væri flott að fá svipaðan díl og Birnir Snær
Guðný: Var tekinn samningsfundur án mín
Kátur Jón Óli vonast til að halda útlendingunum
Dóri Árna: Sjálfstraustsleysi fyrir framan markið
Sandra: Fínt að fá að vera í sigurvímu eftir langa bið
Jóhann: Ekki mörg lið sem geta haldið þeim niðri
Guðni Eiríksson: Klárt mál að ef hún helst heil að þá fer hún út
Björgvin: Byrjuðum leikinn á 28. mínútu
Valgeir: Ef maður fær snertingu afhverju ekki þá að fara niður?
Jóhannes Karl: Hún var flott í dag
Þjálfari Virtus: Stundum gerast kraftaverk í San Marínó
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
   þri 16. ágúst 2011 22:14
Alexander Freyr Tamimi
Fanndís Friðriksdóttir: Tók smá á taugarnar í lokin
Kvenaboltinn
Fanndís skoraði glæsilegt mark í kvöld.
Fanndís skoraði glæsilegt mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir leikmaður Breiðabliks var sátt með 2-1 sigur liðsins gegn Fylki í Pepsi deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld.

„Ég er mjög sátt. Við erum ánægðar með þrjú stigin hérna á heimavelli, þau hafa ekki verið mörg. Við áttum þetta skilið þó að þær hafi pressað á okkur stíft í lokin, þá vorum við alveg með þetta,“ sagði Fanndís við Fótbolta.net.

Fylkisliðið stjórnaði leiknum meira en nýtti sér það hins vegar ekki og virtust Blikarnir vera hættulegri fram á við þegar þær fengu boltann.

„Við erum náttúrulega með gríðarlega fljóta kantmenn og getum komið á bak við þær. Við ógnuðum þeim oft og hefðum átt að skora fleiri, en þær sóttu stíft á okkur í lokin. Við eigum það til að detta svo mikið niður, föllum alveg svakalega aftarlega og náum ekki að halda okkar leik áfram, þannig að þetta tók smá á taugarnar í lokin.“

Fanndís skoraði glæsilegt mark í byrjun seinni hálfleiks þegar hún tók á nokkra leikmenn og þrumaði knettinum í vinkilinn.

„Við erum búnar að vera duglegar að æfa kláranir í vikunni og það skilaði sér mjög vel. Maður er búinn að vera að reyna þetta en ekki búið að heppnast, þannig að það er bara að halda áfram að skjóta,“ sagði Fanndís.
banner