,,Þetta var lélegur fótboltaleikur," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV í samtali við Fótbolta.net eftir sinn síðasta leik sem þjálfari liðsins.
Lestu um leikinn: ÍBV 0 - 2 Grindavík
Eyjamenn verða í Evrópukeppni á næsta ári en þetta er annað árið í röð sem liðið endar í í þriðja sæti.
,,Ég skila liðinu af mér á betri stað en þegar ég tók við því."
,,Í upphafi mótsins var það markmiðið hjá okkur að enda í efsta sætinu og alveg raunhæft miðað við mannskap þegar við fórum af stað," sagði Heimir.
Nánar er rætt við Heimi í sjónvarpinu hér að ofan.