Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fim 06. október 2011 21:43
Hafliði Breiðfjörð
Fréttamannafundur Eyjólfs: Eins og hann sé á reiðhjóli
Eyjólfur ásamt Tómasi Inga aðstoðarmanni sínum í varamannaskýlinu í kvöld.
Eyjólfur ásamt Tómasi Inga aðstoðarmanni sínum í varamannaskýlinu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjólfur Sverrisson þjálfari U21 árs landsliðs Íslands mætti á fréttamannafund eftir 0-3 tapið gegn Englendingum í kvöld og svaraði nokkrum spurningum um leikinn. Fundinn má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Lestu um leikinn: Ísland U21 0 -  3 England U21

,,Það er eins og maðurinn sé á reiðhjóli inni á vellinum, það er ekki sanngjarnt fyrir marga sem þurfa að fara í spretti við hann," sagði Eyjólfur spurður út í framherjann Alex Oxlade-Chamberlain sem skoraði öll mörk enska liðsins í leiknum. ,,Hann er svakalega fljótur og hrikalega öflugur leikmaður," bætti hann við.

,,Það er svekkjandi að gefa þeim þessi mörk í rauninni. Þetta var einbeitingaleysi og klaufaskapur hjá okkur að gefa þeim það. En ef ég fer yfir leikinn þá er ég ánægður með marga kafla í leiknum, uppspilin voru í fínu lagi hjá okkur og við vorum að spila boltanum vel. Það vantaði að fá þessi opnu færi og klára sóknirnar. Ég sé margt jákvætt í þessu en það er ekki neitt sem ég sé neikvætt, eða ég er ósáttur við, nema að fá á sig þrjú mörk."

,,Ég var að heyra í þeim áðan og þeir segja, 'ok, við áttum 3 eða 4 skot að marki' og þeim fannst þetta easy goals. Við verðum bara að taka það jákvæða úr þessu. Við erum að reyna að bæta þetta lið og gera það að betra liði. Við spilum næst við Englendinga á útivelli og ekki verður það auðveldara. En þetta fer í reynslubankann og mjög gott fyrir liðið og einstaklingana og þeir læra mikið af þessum leik. Þeir sjá að þeir geta alveg spilað fótbolta á móti svona toppliðii eins og við sáum. Þeir eru gríðarlega öflugt lið. Við vonumst til að bæta okkur sem lið og við eigum eftir að eiga betri leiki í framtíðinni."


Viðtalið við Eyjólf má sjá í heild sinni hér að ofan. Þar ræðir hann meðal annars um ástæðu þess að Kristinn Steindórsson var ekki í byrjunarliðinu í kvöld en hann mun hafa verið tæpur vegna meiðsla.
banner